Viðskipti innlent

Þor­steinn ráðinn for­stjóri Eignar­halds­fé­lagsins Horn­steins

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi 14. apríl. Hann mun jafnframt láta af embætti varaformanns Viðreisnar. Vísir/vilhelm

Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Hann hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi.

Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf.

Þorsteinn greindi frá því í morgun að hann hafi ákveðið að láta af þingmennsku, en hann hefur átt sæti á þingi fyrir Viðreisn frá árinu 2016. Hann gegndi embætti félagsmálaráðherra á árinu 2017.

Í tilkynningu frá Þorsteini segir að hjá Björgun, BM Vallá og Sementsverksmiðjunni starfi um 200 manns á starfsstöðvum víða um land. Skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða.

Þorsteinn þekkir vel til starfsemi fyrirtækisins, en hann starfaði áður sem forstjóri BM Vallá á árunum 2002 til 2010.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×