Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ætlar í dag að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði laugardagskvöldið 28. mars.
Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá 2. apríl en hann var handtekinn fjórum dögum eftir að kona hans lést.
„Stöðugt er unnið að rannsókn málsins, en grunur leikur á því að andlátið hafi borið að með óeðlilegum hætti,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.