Phil Jackson sagði „sjáumst næsta sumar“ en Shaq og Kobe voru á öðru máli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 16:00 Kobe Bryant og Shaquille O'Neal fagna saman eftir að Los Angeles Lakers vann NBA-deildina í júní 2000. Getty/Andrew D. Bernstein Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Shaquille O'Neal var fljótur að svara þegar SportsCenter á ESPN spurði hann út í sína bestu minningu frá ferlinum. Shaq sagði líka söguna á bak við endurkomu Lakers-liðsins þennan dag í byrjun júní fyrir að verða tuttugu árum síðan. Vorið 2000 höfðu þeir Shaquille O'Neal og Kobe Bryant spilað saman í fjögur ár en aldrei orðið NBA-meistarar. Ár eftir ár hafði Los Angeles Lakers liðið ollið vonbrigðum í úrslitakeppninni og tvö ár á undan hafði liðinu verið sópað út úr úrslitakeppninni. Það leit út fyrir enn ein vonbrigðin þegar liðið var komið í slæma stöðu í oddaleik á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Portland Trail Blazers var 71-58 yfir fyrir lokaleikhlutann. Hér fyrir neðan má sjá Shaq rifja upp atvikið sem kórónaði endurkomu Lakers-liðsins í leiknum en liðið vann fjórða leikhlutann 31-13 og leikinn 89-84. Shaq's favorite sports memory? The iconic Game 7 lob from Kobe in the 2000 Western Conference Finals. (via @shaq) pic.twitter.com/AONaBAaM4D— SportsCenter (@SportsCenter) April 7, 2020 Shaquille O'Neal sagði meðal annars frá því hvað Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, sagði við þá fyrir lokaleikhlutann þegar útlitið var ekki bjart. „Þið eigið að vita svarið þessu en það er sjöundi leikurinn í úrslitum Vesturdeildarinnar 2000 og svífandi sendingin frá Kobe. Ég veit nefnilega að ef við hefðum ekki unnið þennan leik þá hefðum við Kobe líklega ekki unnið þrjá meistaratitla saman. Það breyttist margt með þessum leik,“ sagði Shaquille O'Neal. „Phil Jackson kom til okkar þegar við vorum sautján stigum undir og sagði: Við sjáumst næsta sumar. Þetta var gott ár en þetta mun ekki ganga upp hjá okkur í dag. Ég, Kobe, Rick Fox og B. Shaw horfðum á hverja aðra og komum síðan til baka,“ sagði Shaq. watch on YouTube „Ég var alltaf að segja Kobe ég væri opinn. Hann gaf svo sendinguna og hún var reyndar of há. Ég þurfti vængina mína, þá sömu og ég er með hér, sagði Shaq í léttur og sýndi vængjaða styttu en hélt svo áfram: „Hann henti boltanum extra hátt en ég náði í hann og negldi honum niður. SportsCenter, þetta er mín uppáhaldsminning,“ sagði Shaquille O'Neal. Los Angeles Lakers komst í lokaúrslitin þar sem liðið tryggði sér titilinn með 4-2 sigri á Indiana Pacers. Lakers vann einnig meistaratitlana 2001 og 2002. Shaquille O'Neal var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna í öll þrjú skiptin. watch on YouTube
NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira