Lygileg saga af því þegar Jóhann Jóhannsson aðstoðaði Pál Óskar við lagið Stanslaust stuð Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2020 12:30 Páll Óskar og Jóhann Jóhannsson heitinn tóku ákvörðun um að gera lag saman sumarið 1993 og það í New York. „Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan. Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira
„Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Sjá meira