„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2020 13:34 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27