Boris brattur á gjörgæslunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 20:51 Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi um heilsu forsætisráðherrans og stöðu þjóðarbúsins á fundi dagsins. Getty/Pippa Fowles Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er ennþá á gjörgæslu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hann er þó allur að koma til að sögn ráðherra í ríkisstjórn hans. Johnson hefur þegar varið tveimur sólarhringum á gjörgæslu og er gert ráð fyrir að hann verði þar jafnframt í nótt. Þangað var hann fluttur eftir að heilsu hans hrakaði í fyrradag. Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, tjáði blaðamönnum á daglegum upplýsingafundi að forsætisráðherrann væri að braggast. Þannig hafi hann sest upp í rúmi sínu og átt í innihaldsríkum samskiptum við „frábæra heilbrigðisstarfsfólkið“ sem annast hann á St. Thomas sjúkrahúsinu í Lundúnum. Áður en Johnson var fluttur á gjörgæslu sinnti hann störfum sínum eftir fremsta megni úr sjúkrarúmi sínu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson. Fyrrnefndur Sunak sagði á fundi dagsins að störf ríkisstjórnarinnar gangi sinn vanagang þrátt fyrir fjarveru Johnson. „Forsætisráðherrann er ekki aðeins samstarfsmaður minn og yfirmaður heldur jafnframt vinur minn. Hugur minn er hjá honum og fjölskyldu hans,“ sagði Sunak á fundinum í dag. Alls hafa rúmlega 55 þúsund smit verið staðfest á Bretlandeyjum sem dregið hafa næstum 6200 til dauða. Breska ritið Guardian tók saman meðfylgjandi myndband úr ræðu Sunak í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04 Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32 Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Johnson varði annarri nótt á gjörgæslu Haft var eftir talsmanni Boris Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt. 8. apríl 2020 07:04
Leiðtogar senda Boris Johnson góða strauma Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19. 7. apríl 2020 07:32
Boris Johnson fluttur á gjörgæslu Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur á gjörgæslu. Boris greindist á dögunum með kórónuveiruna. 6. apríl 2020 19:20