Tryggvi: Hemmi var svo lélegur í bakverðinum að hann varð að vera í miðverðinum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 16:00 Tryggvi og Hermann ólust upp saman í Vestmannaeyjum og léku einnig saman með landsliðinu. VÍSIR Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson var með Hermann Hreiðarsson í miðverðinum í draumaliði sínu á Íslandi. Ástæðan var einfaldlega sú að hann gat ekki látið Hermann, eða Hemma eins og hann er oftast kallaður, í vinstri bakvörðinn því hann hafi verið svo slakur þar. Tryggvi var gestur Ríkharðs Óskars Guðnasonar í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi en þessi magnaði markaskorari valdi meðal annars úrvalslið sitt, með þeim leikmönnum sem hann spilaði með á Íslandi. „Ég hefði getað sett Hemma í vinstri bakvörðinn í stað Matt Garner og komið þar af leiðandi öðrum varnarmanni inn í staðinn en Hemmi var bara svo lélegur í bakverðinum,“ sagði Tryggvi og glotti við tönn. „Hann þurfti að fá miðvörðinn en ég og Hemmi erum jafnaldrar og ólumst upp saman. Hann var í Týr en ég var mesta partinn í Þór þó að ég hafi stolist yfir í Týr í lokin og spilað með Hemma. Við þekkjum hvorn annan vel og höfum gert. Við spiluðum auðvitað saman með ÍBV.“ Tryggvi segir að Hermann hafi látið vel finna fyrir sér; bæði inni á vellinum sem og utan hans. „Eftir að hann stækkaði. Hann var náttúrlega bara peð og svo á stuttum tíma þá verður hann þetta „monster“. Við vorum auðvitað líka saman í landsliðinu þó að þetta lið sé ekki tengt landsliðinu. Herbergisfélagar í mörg ár með landsliðinu og hann var allt í einu fílhraustur. Hann datt úr því að vera ekkert í að verða allt. Hann var alltaf að lemja mig og sýna sig fyrir strákunum í landsliðinu.“ Klippa: Sportið í kvöld - Tryggva um Hermann Hreiðarsson Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira