Börnin geta ekki beðið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. apríl 2020 20:23 Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Garðabæjar vegna Covid-19 faraldursins voru samþykkt í bæjarstjórn nýlega. Nú reynir á innviði sveitarfélagsins, getu og styrk til þess að mæta þeim sem munu af ólíkum ástæðum verða fyrir vágestinum. Atvinnuleysi eykst til muna, allt skólahald er skert og íþrótta- og tómstundastarf liggur niðri, sem ógnar öryggi barna og ungmenna sem búa við einhvers konar vanrækslu. Velferð þeirra er í húfi þegar hefðbundna öryggisnetið í skólum, íþrótta- og tómstundastarfi er rofið. Við verðum að grípa til sértækra aðgerða til að tryggja velferð þeirra sem allra best. Fjölmargir sem koma að málefnum barna, þar á meðal barnamálaráðherra, hafa kallað eftir því að við öll sem eitt stöndum vaktina. Verðum á varðbergi og hikum ekki við að láta vita ef við höfum einhverjar áhyggjur af velferð barna og ungmenna í kringum okkur. Ekki treysta á að aðrir geri það ef þú gerir það ekki sjálf/ur. Í aðgerðaáætlun Garðabæjar segir að auðvelda þurfi íbúum að senda inn ábendingar vegna vanrækslu barna og ungmenna sem og vegna gruns um heimilisofbeldi og var það sérstök áhersla okkar í Garðabæjarlistanum. Mörg sveitarfélög brugðust hratt við breyttri stöðu með aðgengi og upplýsingum á heimasíðum þar sem annars vegar er auðvelt fyrir barn að láta vita af áhyggjum sínum og hinsvegar fyrir almenning að láta vita af áhyggjum sínum af velferð náungans. Þetta skiptir máli og því til mikils að vinna að hraða þessum einföldu aðgerðum einnig hér í Garðabæ. Ekkert samfélag er laust við vanrækslu á börnum og ungmennum eða heimilisofbeldi, það er sorgleg staðreynd. Það eru því vonbrigði að ekki hafi þegar verið brugðist við þessu ákalli í Garðabæ. Það er ekki nóg að vísa til vinnu við velferð barna og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar allt leikur í lyndi. Núna hefur öllu verið kollvarpað og nauðsynlegt að bregðast hratt, ákveðið og örugglega við. Ekkert getur staðið okkur nær. Og við getum ekki látið börnin bíða. Tökum öll ábyrgð. Stöndum saman um velferð allra. Fyrir utan að ráðast gegn heilsu okkar mun vágesturinn óhjákvæmilega valda miklu efnahagslegu tjóni og hann gerir sitt besta til að ráðast að andlegri heilsu okkar. Við eigum að taka saman höndum og berjast af fullu afli við hann, sérstaklega þar sem mikil og góð sóknarfæri bjóðast. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun