Halda leitinni að Söndru Líf áfram í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 09:49 Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins. Vísir/Bjarni Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020 Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020
Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira