Skrifaði undir nýjan níu milljarða samning í miðjum heimsfaraldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:00 Christian McCaffrey á fullri ferð með Carolina Panthers liðinu í leik á móti New England Patriots. EPA-EFE/JOHN CETRINO Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020 NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Christian McCaffrey er orðinn launahæsti hlauparinn í sögu NFL-deildarinnar eftir að hann gekk frá nýjum samningi við Carolina Panthers liðið um helgina. Carolina Panthers er tilbúið að borga Christian McCaffrey 64 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu fjögur tímabil eða meira en níu milljarða íslenskra króna. Hann fær því sextán milljónir dollara í árslaun eða 2,29 milljarða íslenskra króna. Christian McCaffrey hefur vissulega spilað frábærlega með Carolina Panthers liðinu undanfarin tvö tímabil og skiljanlegt að félagið vilji gera allt til þess að halda honum. Christian McCaffrey will be the highest-paid RB in NFL history after signing a four-year, $64 million extension https://t.co/W0RppYTq6L— Sports Illustrated (@SInow) April 13, 2020 Það er samt svolítið skrýtið að leikmenn séu að fá slíka risasamninga á þessum óvissutímum þegar enginn veit fyrir víst hvenær íþróttakappleikir geti farið fram á nýjan leik. NFL-deildin á að hefjast aftur í september. Ezekiel Elliott var launahæsti hlaupari NFL-deildarinnar áður en Christian McCaffrey samdi en Elliott fær fimmtán milljónir dollara í laun á ári hjá Dallas Cowboys eða meira en tvo milljarða í íslenskum krónum. Þriðji er síðan Le'Veon Bell hjá New York Jets með 14,1 milljónir dollara á ári. Christian McCaffrey er 23 ára gamall og skoraði 19 snertimörk í 16 leikjum með Carolina Panthers á síðustu leiktíð þar sem hann hljóp 2.392 jarda með boltann. Carolina Panthers tók McCaffrey með áttunda valrétti í nýliðavalinu 2017 og hann var að detta inn á fjórða og síðasta árið á nýliðasamningi sínum. Breaking: The Panthers and Christian McCaffrey have agreed on a four-year extension, averaging $16 million per year, making him the highest-paid running back in NFL history, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/PPl43IZKTH— SportsCenter (@SportsCenter) April 13, 2020 Þrátt fyrir frábært 2019 tímabil hjá Christian McCaffrey þá vann Carolina Panthers liðið vara 5 af 16 leikjum sínum og komst ekki í úrslitakeppnina. Miklu munaði um að leikstjórnandinn Cam Newton meiddist og missti af stórum hluta tímabilsins. Panthers liðið hefur nú ákveðið að halda áfram án Cam Newton. Christian McCaffrey through three seasons: 2,920 rushing yards (5th most in NFL) Two 1,000-yard rushing seasons 303 catches (2nd most EVER by any player) 1 of 3 players EVER with a 1K rushing & receiving yard season 2,523 receiving yards (most ever by a RB) 2X All Pro— Field Yates (@FieldYates) April 13, 2020
NFL Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira