Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2020 14:20 Katrín Jakobsdóttir talaði um mikilvægi samstöðu í samfélaginu og hún hafi verið til staðar, á flestum bæjum. Forsætisráðherra þá niður gleraugun og beindi máli sínu til útgerðarinnar og skoraði á hana að draga til baka ríflega tíu milljarða króna kröfu á hendur ríkinu vegna útlutunar á makrílkvóta. visir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu og lýsti yfir bæði furðu sinni og vonbrigðum með kröfur sem nokkur útgerðarfyrirtæki hafa sett fram á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar. Þetta kom fram í ræðu Katrínar þar sem hún fór ítarlega yfir áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda; munnleg skýrsla forsætisráðherra. Katrín sagðist meðal annars vera afar ánægð með þá samstöðu sem ríkt hafi í samfélaginu við að takast á við þessa vá og allir hafi sýnt mikla og ríkulega samfélagslega ábyrgð. Eða, flestir. „Þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á hendur ríkinu uppá ríflega tíu milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu. Það er ekki góð leit til að vera á sama báti í gegnum þetta ferðalag sem við erum stödd í. Og þó ég telji að ríkið eigi góðan málstað í þessu máli, þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Hún sagði að nú reyndi nefnilega á ábyrgð okkar allra, fram undan væru brattir tímar í efnahagslífinu. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu og lýsti yfir bæði furðu sinni og vonbrigðum með kröfur sem nokkur útgerðarfyrirtæki hafa sett fram á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar. Þetta kom fram í ræðu Katrínar þar sem hún fór ítarlega yfir áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda; munnleg skýrsla forsætisráðherra. Katrín sagðist meðal annars vera afar ánægð með þá samstöðu sem ríkt hafi í samfélaginu við að takast á við þessa vá og allir hafi sýnt mikla og ríkulega samfélagslega ábyrgð. Eða, flestir. „Þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á hendur ríkinu uppá ríflega tíu milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu. Það er ekki góð leit til að vera á sama báti í gegnum þetta ferðalag sem við erum stödd í. Og þó ég telji að ríkið eigi góðan málstað í þessu máli, þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Hún sagði að nú reyndi nefnilega á ábyrgð okkar allra, fram undan væru brattir tímar í efnahagslífinu.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02