Danir létta á félagsforðun fyrr en til stóð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2020 15:15 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/Philip Davali Ríkisstjórn Danmerkur er tilbúin til að létta á félagsforðun þar í landi, fyrr en til stóð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. Hún er þó ekki tilbúin til að segja hvað standi til að opna og segir að til standi að ræða það við forsvarsmenn þingflokkanna. Þær viðræður hefjast í kvöld. Skólar verða að miklu leyti opnaðir á nýjan leik á morgun. Til stóð að kaffihús, hárgreiðslustofur og slíkt mætti opna þann 10. maí næstkomandi og var það tilkynnt í síðustu viku. Frederiksen vill nú flýta því. Hún sagði í dag að enn yrði forgangur á forvarnir enn aðgerðunum væri ætlað að styrkja efnahag Danmerkur í sessi og tryggja störf. Stigið yrði rólega og varlega til jarðar í þessum málum. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hefur í Danmörku minnst 6.691 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og hafa minnst 299 dáið. Frederiksen var spurð að því í dag hvort ríkisstjórn hennar hefði brugðist of hart við og gripið til of umfangsmikilla aðgerða. Hún tók alls ekki undir það. Hún sagði stöðuna víðast hvar ekki jafn góða og í Danmörku og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi líklegast bjargað mannslífum. Hún sagði að samkomulag Dana um félagsforðun hafa borið betri árangur en vonast hafi verið eftir. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur er tilbúin til að létta á félagsforðun þar í landi, fyrr en til stóð. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, segir allar kúrvur á réttri leið og það sé tilefni til fagnaðar. Hún er þó ekki tilbúin til að segja hvað standi til að opna og segir að til standi að ræða það við forsvarsmenn þingflokkanna. Þær viðræður hefjast í kvöld. Skólar verða að miklu leyti opnaðir á nýjan leik á morgun. Til stóð að kaffihús, hárgreiðslustofur og slíkt mætti opna þann 10. maí næstkomandi og var það tilkynnt í síðustu viku. Frederiksen vill nú flýta því. Hún sagði í dag að enn yrði forgangur á forvarnir enn aðgerðunum væri ætlað að styrkja efnahag Danmerkur í sessi og tryggja störf. Stigið yrði rólega og varlega til jarðar í þessum málum. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hefur í Danmörku minnst 6.691 greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur, og hafa minnst 299 dáið. Frederiksen var spurð að því í dag hvort ríkisstjórn hennar hefði brugðist of hart við og gripið til of umfangsmikilla aðgerða. Hún tók alls ekki undir það. Hún sagði stöðuna víðast hvar ekki jafn góða og í Danmörku og að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi líklegast bjargað mannslífum. Hún sagði að samkomulag Dana um félagsforðun hafa borið betri árangur en vonast hafi verið eftir.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30 Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Vill að Danmörk opni hraðar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 22:30
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48