Frumvarp geri fyrirtækjum kleift að kljúfa uppsagnartímabil Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. maí 2020 13:12 Fjármálaráðherra vill koma í veg fyrir mikla gjaldþrotahrinu. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti á ríksstjórnarfundi í morgun nýtt frumvarp þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stuðningi við fyrirtæki svo þau geti staðið í skilum á uppsagnarfresti. Bjarni Bendiktsson segir að stuðningurinn sé bæði fyrir laun upp að 633 þúsund krónum og vegna launatengdra gjalda - „og þar er ég að vísa til lífeyrismálanna. Svo geta fyrirtækið verið með orlofsskuldbindingar gagnvart starfsmönnum,“ segir Bjarni. Um sé að ræða 85 prósent hámark og að hugsað sé til þriggja mánaða. „Þarna er verið að tryggja fyrirtækum þann möguleika að geta klofið uppsagnartímabilið og þannig komist í var,“ segir Bjarni. Vilja forðast hörmulegar afleiðingar fjöldagjaldþrota Önnur lönd, t.d. Noregur, séu með það fyrirkomulag að geta sett alla sína starfsmenn á bætur í tekjuhruni. „Við erum ekki að fara þá leið hér heldur bara horfast í augu við það að sumir munu geta tekið þátt í launakostnaði og farið hlutabótaleiðina með breyttum skilyrðum, en félagsmálaráðherra mun mæla fyrir því máli, en önnur munu þurfa hreinlega að fara í uppsagnarferli,“ segir fjármálaráðhera. Með þessu vilji stjórnvöld forða fjöldagjaldþrotum - „með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem af því gæti hlotist,“ eins og Bjarni orðar það. Þetta eru þá fyrirtæki sem eru að fara í smá dvala? „Já, það er hugsunin. Það er mikilvægt að það komi líka fram að dómsmálaráðherra mun koma fram með mál sem tengist endurskipulagningu og tengist gjaldþrotalögunum. Fleira kemur úr þeirri átt sem varðar verðulega rekstrarerfiðleika og þannig eru allar þessar aðgerðir að spila saman,“ segir Bjarni. Hann bætir við að „auðvitað séu uppistaða fyrirtækjanna sem munu fara inn í þetta úrræði“ að líkindum ferðaþjónustufyrirtæki en samt séu líka dæmi um fyrirtæki sem „eru kannski ekki samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu í þeim geira.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira