Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2020 16:52 Frá því þegar karlmaðurinn var leiddur fyrir dómara við kröfuna um gæsluvarðhald. Vísir/FrikkiÞór 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Var hann dæmdur til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. mars en ekki birtur fyrr en nú. Karlmaðurinn hefur þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi og er laus úr fangelsi á skilorði samkvæmt heimildum fréttastofu. Nokkuð hefur verið fjallað um málið en ungi karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í október vegna líkamsárásarinnar á fyrrverandi kærustu sína, sem var sautján ára, í miðbæ Reykjavík. Blóðug við Geirsgötu Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur og Landsréttur voru ekki sammála um hvort samþykkja ætti gæsluvarðhaldskröfu yfir karlmanninum á grundvelli almannahagsmuna. Fór svo að Landsréttur samþykkti kröfuna og hefur karlmaðurinn setið inni síðan. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Fyrri líkamsárás Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Framburður beggja um bílferðina í Heiðmörk þótti trúverðugur og taldi dómurinn ósannað að maðurinn hefði brotið með ofbeldi gegn barnsmóður sinni í bílferðina.Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Hótanir um nauðgun Játaði karlmaðurinn að hafa hraunað yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent skilaboð á Snapchat. 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig. Játning og ungur aldur til refsimildunar Við ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um refsingu var litið til þess að brot karlmannsins beindust gegn heilsu og velferð tveggja ungra stúlkna og höfðu afleiðingar fyrir líðan þeirra og velferð. Þá hefði hann notfært sér traust sem stúlkurnar báru til hans. Varðandi líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur þá hafi hún verið einstaklega gróf og bera vott um algjört skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Til refsimildunar var litið til ungs aldurs, hann var um tvítugt þegar hann framdi framangreind brot, og játningar hans í tilfelli líkamsárásarinnar. Þótt tólf mánaða fangelsisvist hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar telst nær óslitið gæsluvarðhald frá 19. október. Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira
21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. Var hann dæmdur til að greiða kærustunni fyrrverandi 1,7 milljónir króna í miskabætur og barnsmóður sinni 200 þúsund krónur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 12. mars en ekki birtur fyrr en nú. Karlmaðurinn hefur þegar afplánað hálfan dóminn í gæsluvarðhaldi og er laus úr fangelsi á skilorði samkvæmt heimildum fréttastofu. Nokkuð hefur verið fjallað um málið en ungi karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í október vegna líkamsárásarinnar á fyrrverandi kærustu sína, sem var sautján ára, í miðbæ Reykjavík. Blóðug við Geirsgötu Lögreglu barst í gegnum Neyðarlínuna um blóðuga manneskju við Geirsgötu skammt frá Kolaportinu umrædda nótt. Þar hafi karlmaðurinn verið blóðugur í framan og skólaus, sitjandi yfir stúlku sem hafi verið í sjáanlega miklu uppnámi og mjög blóðug í framan. Við nánari skoðun kom í ljós að hægra augað á stúlkunni var svo mikið bólgið að hún gat ekki opnað það. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur og Landsréttur voru ekki sammála um hvort samþykkja ætti gæsluvarðhaldskröfu yfir karlmanninum á grundvelli almannahagsmuna. Fór svo að Landsréttur samþykkti kröfuna og hefur karlmaðurinn setið inni síðan. Hann játaði líkamsárásina en í ákæru segir að hann hafi veist með ofbeldi að kærustunni fyrrverandi og veitt henni ítrekuð högg og spörk sem sérstaklega beindust að höfði en einnig búk, ásamt því að rífa í hár hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi sem var til þess fallið setja hana í lífshættu. Fyrri líkamsárás Afleiðingarnar voru þær að stúlkan hlaut augntóftargólfsbrot báðum megin, nefbeinsbrot, opið sár á höfði, mar og marga yfirborðsáverka á höfuð, mar á háls, slímhúðar og punktalaga blæðingar í munnslímhúð, yfirborðssár í hársvörð og marga yfirborðsáverka og maráverka víðsvegar um líkamann. Þá játaði hann sömuleiðis að hafa slegið kærustuna fyrrverandi rúmum mánuði fyrr en bar fyrir sig að hafa verið að verjast spörkum og höggum hennar. Héraðsdómur taldi framburð hans ótrúverðugan og dæmdi hann fyrir þá árás sömuleiðis. Framburður beggja um bílferðina í Heiðmörk þótti trúverðugur og taldi dómurinn ósannað að maðurinn hefði brotið með ofbeldi gegn barnsmóður sinni í bílferðina.Vísir/Vilhelm Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir ofbeldi gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi kærust í júlí í fyrra. Höfðu þau ætlað í bíó en orðið ósætti þegar í ljós kom að hún væri á Tinder. Var hætt við bíóferðina og ekið upp í Heiðmörk. Hótanir um nauðgun Játaði karlmaðurinn að hafa hraunað yfir kærustu sína og sparkað símanum hennar út fyrir veginn. Hann neitaði ásökunum um að hafa lagt hendur á hana eins og hún hélt fram. Þótti framburður hennar of almennur, framburður beggja trúverðugur og ekki fullnægjandi sönnun um ofbeldi karlmannsins þar sem stóð orð gegn orði. Hins vegar játaði hann að hafa sent skilaboð á Snapchat. 1. Ég lem þig í stöppu. 2. Ég tek þig og kem þig í klessu og nauðga þér þegar ég kem. 3. Þu gerir sjalfri þer bara illt verra með þessu [...], Ekki gera mig reiðan, Afþvi ég verð reipur þangad til ég sé þig og þa sleppi ég henni ut á þig. Játning og ungur aldur til refsimildunar Við ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um refsingu var litið til þess að brot karlmannsins beindust gegn heilsu og velferð tveggja ungra stúlkna og höfðu afleiðingar fyrir líðan þeirra og velferð. Þá hefði hann notfært sér traust sem stúlkurnar báru til hans. Varðandi líkamsárásina í miðbæ Reykjavíkur þá hafi hún verið einstaklega gróf og bera vott um algjört skeytingarleysi gagnvart lífi stúlkunnar. Til refsimildunar var litið til ungs aldurs, hann var um tvítugt þegar hann framdi framangreind brot, og játningar hans í tilfelli líkamsárásarinnar. Þótt tólf mánaða fangelsisvist hæfileg refsing og ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Til frádráttar telst nær óslitið gæsluvarðhald frá 19. október.
Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira