Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:34 Líkt og aðrar mun snyrtistofa Agnesar Óskar Guðjónsdóttur hafa verið lokuð í sex vikur þegar hún opna má aftur, Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira