Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:34 Líkt og aðrar mun snyrtistofa Agnesar Óskar Guðjónsdóttur hafa verið lokuð í sex vikur þegar hún opna má aftur, Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu. „Að sjálfsögðu verður þetta bara mjög mikil áskorun. Af því að þegar við megum byrja að vinna aftur verða reikningar bara búnir að hlaðast upp í þennnan tíma og engin innkoma hefur komið á móti til að borga af þessu," segir Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags snyrtifræðinga. Agnes rekur snyrtistofuna GK í Mosfellsbæ. Þegar henni verður aftur heimilt að opna mun lokunin hafa staðið yfir í sex vikur. Hún segist hafa saknað þess að tekið væri utan um stétt sem hafi verið bannað að vinna. Hlutabótaleiðin dugi skammt, erfitt sé að borga fjórðung launa þegar engin er innkoman. Jón Aðalsteinn Sveinsson rekur hársnyrtistofna Quest. Hársnyrtirinn Jón Aðalsteinn Sveinsson tekur undir þetta og segir að erfitt verði að bæta algjört tekjutap. „Þó að það verði mikið að gera maí að þá get ég ekki tekið tvöfaldan mánuð. Þannig ég þarf enn að finna út úr því hvað ég á að gera við þann fasta kostnað sem ég þarf að standa undir fyrir apríl og í mars," segir hann. Formaður Félags hársnyrta segir marga í stéttinni vera ganga í gegnum afar erfitt tímabil fjárhagslega. „Þetta eru oft lítil fyrirtæki. Fyrirtæki sem eiga ekki feita sjóði eða mikið uppsafnað af því þetta eru fyrirtæki sem eru að standa í skilum bara mánuð til mánaðar," segir Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina segir þetta tímabil vera félagsmönnum afar erfitt fjárhagslega. Stjórnvöld munu í vikunni kynna næstu aðgerðir sínar í efnahagsmálum og horfa þau sem hafa þurft loka fyrirtækjum sínum vegna sóttvarnarráðstafana til þeirra. „Við vonumst til þess að við verðum tekin inn eins og hinar karllægu stéttirnar í allir vinna, annað hvort með því að það verði endurgreiðsla virðisaukaskatts upp á það að hvetja til að sækja okkar þjónustu. Eins og hefur verið gert nú þegar fyrir flestar iðngreinar," segir Agnes. „Og jafnvel einhverjar sértækar aðgerðir sem myndu fela í sér styrk til þess að við getum borgað fastar greiðslur," segir hún. Lilja og Jón taka undir þetta og telja fyrirtækin þurfa á fjárframlagi að halda. „Við treystum á veltuna frá degi til dags. Þessi fasti kostnaður sem við stöndum undir, það verður að vera hægt að brúa hann, svo það komi ekki til þess að við getum ekki borgað leigu og greitt okkar skuldir," segir Jón.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira