Litlu sjávarútvegsfyrirtækin og íslensku risarnir Svanur Guðmundsson skrifar 15. maí 2020 17:00 Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að fyrirtæki í sjávarútvegi séu of stór og kvótinn sé á fárra manna höndum. Samhliða eru nefnd til sögunnar nokkur stærstu fyrirtækin og stjórnendur þeirra og gjarnan sagt: Þetta gengur ekki! En er þetta rétt, hver er hin raunverulega stærð þeirra og hvernig er samanburður við annan fyrirtækjarekstur hér á landi eða erlendis? Ef við skoðum til að mynda neytendamarkað á Íslandi þá sést að þau fyrirtæki sem þjónusta einstaklinga og heimili hér á landi eru helst dagvöruverslanir, orkuveitur, tryggingafélög, fjölmiðlafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, olíusölur og bankar. Sjálfsagt er hér einhverjum gleymt en öll þessi félög hafa mikil áhrif á heimilisbókhald landsmanna og því forvitnilegt að skoða hverjir ráða þar för. Gnæfa sjávarútvegsfyrirtækin yfir þessi félög í stærð og umfangi? Nei, síður en svo. Skoðum það nánar. Fyrirtæki heimilanna Að sölu dagvöru standa að mestu tveir til þrír aðilar. Ef bara er tiltekin matvara sem er í lægra VSK þrepi þá er veltan þar nærri 160 milljarðar. Einungis þrír stórir (og 6 litlir aðilar) sjá um alla mjólk og kjötvöru, samtals með veltu uppá 60 milljarða.[1] Raforkusalar eru örfáir og aðeins einn dreifingaraðili. Í tryggingageiranum ráða þrjú félög yfir stærstum hluta markaðsins og þeir sem selja eldsneyti eru þrír stórir og tveir litlir. Þeir sem deila til okkar sjónvarpi og síma eru aðeins þrír og 2 lang stærstir. Viðskiptabankarnir eru þrír og þeir ákveða vaxtastigið og þjónustugjöldin. Út frá þessu má leiða líkur að því að þau fyrirtæki sem ákveða í raun afkomu heimilanna eru hugsanlega á milli 15 og 20. Þetta er ekki vísindaleg greining en sett fram til að varpa ljósi samanburðinn við sjávarútveginn. Til samanburðar er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið hér á landi, Brim hf., með svipaða veltu af innlendri starfsemi og Costco í Garðabæ (bensín, matvara og dægurvara).[2] Fjögur olíufélög eru með meiri veltu en öll útgerð í landinu og hagnaður þeirra svipaður árið 2018.[3] [4] Þá er ekki dregið frá auðlindagjaldið sem leggst á útgerðina. Margir hafa horn í síðu sjávarútvegsins og býsnast yfir samþjöppun og stærð en eru á sama tíma ekki mikið að velta fyrir sér stærð og umfangi þeirra fyrirtækja sem standa að sölu á dagvöru, bensíni, tryggingum, fjarskiptum, orku eða fjármálaþjónustu. Þó eru það þeir liðir sem mestu máli skipta fyrir heimilin í landinu. Hömlur skaða sjávarútvegsfyrirtækin Aflahlutdeild er úthlutað á 466 skip hér við land sem landa á 66 hafnir hringinn í kringum landið. 23 félög eiga 75% kvótans og 50 félög sem eiga 89% kvótans (Fiskistofa, 2019) [9]. Lætur nærri að um helmingur kvótans sé í eigu tíu félaga. Svona er lengi er hægt að telja en ekkert félag á meira en 10% af kvótanum. Þegar þetta er skoðað sést að sjávarútvegurinn stendur síður en svo fyrir meiri samþjöppun en önnur svið viðskiptalífsins. Fyrirtæki í sjávarútvegi hér á landi eru í harðri samkeppni á mörkuðum erlendis og þá oft á tíðum við miklu stærri fyrirtæki. Fyrirtæki sem þjónusta tæknihluta vinnslunnar eru bara tvö hér á landi og þau gætu hugsanlega staðið betur að samkeppni á erlendum vettvangi sameinuð. Sama á við um sjávarútveginn. Samkeppnin er á erlendum mörkuðum og þangað eigum að horfa. Ef horft er til stærðar erlendra sjávarútvegsfyrirtækja þá eru 10 stærstu fyrirtækin í heiminum með meðaltalsveltu uppá 500 milljarða. Við þau fyrirtæki eru íslensku fyrirtækin að keppa. Með því að leita á erlenda markaði getum við með stærri fyrirtækjum sett mark okkar á alþjóðlegan sjávarútveg. Þar vefst fyrir mönnum að ná tökum á auðlindastýringu og rekstri fyrirtækja sem nýta sameiginlegar auðlindir. Við getum því sem hægast leiðbeint öðrum þjóðum og veitt þeim aðstoð byggða á þeirri forskrift sem við höfum byggt upp með sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það að opinberar reglur takmarki stærð fyrirtækja hér á landi, til þess eins að einstaka aðilar græði ekki of mikið, er fásinna. Þeim sem gengur vel á að styrkja til að eflast og dafna í stað þess að setja á þá hömlur. Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar [...] Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Mörgum sem fylgst hafa með sjávarútveginum og vilja efla hann finnst eins og við séum föst í fyrstu setningunni og við sem þjóð vitum ekki hvert stefna eigi. Við höfum hins vegar náð þeim markmiðunum sem koma fram í næstu setningu og getum gert enn betur. Við getum til dæmis aukið þekkingu í landinu umtalsvert með því að deila henni með öðrum. Um allt land er reynslumikið fólk sem veit hvernig á að reka sjávarútvegsfyrirtæki en er fast innan þess ramma sem við höfum búið okkur til. Horfum út fyrir kassann, ...hve skal lengi dorga dáðlaus upp við sand, orti Einar Benediktsson. Fleytan er of smá sá guli er utar, á líka við. Í stað þess að agnúast út í sjávarútveginn eigum við að standa saman að því að gera enn betur. Sú sátt sem hefur verið boðuð og meðfylgjandi umræðupólitík leggur lítið til málanna en eykur frekar á öfund og úlfúð. Hættum því og leitum saman leiða að því að gera enn betur. Förum í víking með okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og okkar reynslu af því að reka sjávarútveg með hagkvæmum hætti. Allir þeir sem hingað til hafa viljað breyta einhverju gefst tækifæri núna til að breyta heiminum. Hver er með? Höfundur er Sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Heimildir [1] https://www.si.is/framleidsla-og-matvaeli/smk/ [2] https://www.vb.is/frettir/costco-med-10-markadshlutdeild/147264/?q=Bens%C3%ADn [3] https://www.vb.is/frettir/gerjun-i-oliugeiranum/151742/ [4] http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/1cdb302d-e138-4dac-a4d1-140a31842f81.pdf [5] Velta 2017 skv Samkeppnisstofnun: https://www.samkeppni.is/media/akvardanir-2019/29-2019.pdf [6] https://www.fiskifrettir.is/frettir/tiu-staerstu-sjavarutvegsfyrirtaeki-velta-36-milljordum-dollara/133546/ [7] https://www.samherji.is/is/frettir/farsaell-rekstur-samherja-2017 [8] https://www.brim.is/library/Sidumyndir---skjol/Financial-Information/Fjarmal/arsskyrslur/%c3%81rsreikningur%20Brims%202019.pdf [9] http://www.fiskistofa.is/media/utgefid_efni/Yfirlit_uthlutun_1920.xlsx
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar