Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. maí 2020 18:50 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist. Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Slysið varð þann 10. október 2016 þegar 1,5 tonna deigluvagn rann af krókum sem notaðir voru til að festa vagninn við hífingarbúnað og féll vagninn á fót mannsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt í málinu í júní 2019 og komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að hífingarbúnaðurinn sem maðurinn notaði hentaði ekki til verksins sem hann innti reglubundið af hendi. Ósannað væri að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi mannsins hafi gefið fyrirmæli um notkun annars búnaðar. Landsréttur féllst á þetta og viðurkenndi rétt mannsins til skaðabóta úr ábyrgðartryggingu vinnuveitandans hjá Vátryggingafélagi Íslands. Vinnuveitandi mannsins áfrýjaði dómi héraðsdóms og krafðist sýknu af öllum kröfum mannsins. Fram kemur í dómnum að ekki liggi annað fyrir í málinu en að hífingarbúnaðurinn sem notaður var, þar með talið krókarnir, hafi verið í lagi og aðstæður almennt góðar á verkstæðinu. Deigluvagninn hafi hins vegar verið þannig hannaður að aðeins hafi verið hægt að setja krókana í göt á innanverðum vagninum en ekki hafi verið hægt að læsa öryggislokum þeirra. Deilt var um hvort vátryggingartaki hjá áfrýjanda og vinnuveitenda bæri bótaábyrgð á tjóni sem maðurinn varð fyrir í slysinu annað hvort að öllu leyti eða ásamt manninum sjálfum. Vinnueftirlitið rannsakaði málið á vettvangi daginn eftir slysið, þann 11. október 2016. Í skýrslu sem gefin var út eftir rannsókn kemur fram að orsök slyssins hafi verið sú að krókarnir hafi runnið af flötum kantinum þar sem ekki var unnt að læsa krókunum með öryggislokunum sem á þeim voru. Öryggisatriði á vinnustaðnum voru sögð almennt í lagi og hefði stefndi verið í öryggisskóm, með hjálm og öryggisgleraugu þegar slysið varð. Ekki hefði verið gert sérstakt áhættumat fyrir hífingu deigluvagna á vinnustaðnum og gaf Vinnueftirlitið þau fyrirmæli um úrbætur að gert yrði sérstakt áhættumat fyrir þennan verkþátt. Í skýrslu sem deildarstjóri hjá vinnuveitandanum gaf fyrir Landsrétti kom fram að stefndi hefði stýrt umræddum krana í hífingarbúnaði með þráðlausri fjarstýringu. Almennt beri ekki nauðsyn að staðið sé nærri þeim hlutum sem verið er að hífa hverju sinni. Þar sem stefndi hefði notað búnaðinn með röngum hætti og aðeins sett tvær keðjur en ekki þrjár í deigluvagninn, sem er sexhyrndur að lögun, hafi hann þurft að standa upp við hann og styðja við vagninn svo hann héldi jafnvægi er hann flutti vagninn yfir stálbita á gólfinu. Vinnubrögðin sem maðurinn beitti við hífingu vagnsins hafi ekki verið viðtekin á verkstæðinu og hafi honum því verið mjög brugðið er hann heyrði hvernig slysið bar að. Fyrir héraðsdómi bar sama vitni að starfsmenn á verkstæðinu hefðu tjáð honum að þetta verklag hefði alltaf viðgengist.
Dómsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira