Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 23:00 Dominykas Milka var á meðal þeirra sem sáu um að færa framlínufólkinu veitingar. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
„Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins. Kjartan Atli Kjartansson heimsótti Keflvíkinga í glaðasólskini og ljóst að uppátækið vakti mikla lukku. Leikmenn tóku þátt en þeir fóru fyrr í frí frá körfuboltanum en ella vegna faraldursins. „Þegar við kíktum í frystikistuna, eftir 19. mars, þá sáum við hátt í 200 hamborgara sem átti að nýta í úrslitakeppnina, sem ekki voru lengur not fyrir. Okkur datt þetta því í hug. Þetta er leið til að þakka fólkinu í samfélaginu og þá er gott að framlínufólkið fái að njóta, sem hefur verið að sinna okkur öllum,“ sagði Kristján. Keflvíkingar hrundu af stað söfnun á Karolina Fund eftir að hafa orðið af miklum tekjum vegna kórónuveirunnar, og fengu afar góðar viðtökur. Þeir hafa safnað þeirri upphæð sem stefnt var að og rúmlega það. Því var vert að fagna, og nú hefur verið samið við flesta leikmenn liðanna um að spila áfram fyrir Keflavík. Þar á meðal er Dominykas Milka sem var einn besti leikmaður Domino‘s-deildar karla í vetur. Kjartan ræddi einnig við hann. „Við vildum sýna þakklæti okkar gagnvart öllu fólkinu sem er að vernda Ísland og Keflavík gegn kórónuveirunni. Sýna að við sem félag kunnum að meta þetta og viljum gefa eitthvað til baka,“ sagði Milka í innslaginu sem sjá má hér að neðan. Klippa: Karfan í Keflavík grillaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavík ÍF Reykjanesbær Tengdar fréttir Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42 Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00 Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10 Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Valur, Reggie og Ágúst með Keflavík næsta vetur Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Val Orra Valsson, Reggie Dupree og Ágúst Orrason um að spila áfram fyrir liðið á næstu leiktíð í Domino's-deildinni. 15. maí 2020 21:42
Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð. 19. apríl 2020 17:00
Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. 14. apríl 2020 18:10
Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33