Vigdís sagði já og sextán ára drengur upplifði ógleymanlegan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2020 11:52 Vigdís Finnbogadóttir á svölunum á heimili sínu við Aragötu þann 30. júní 1980. Fjöldi manns safnaðist saman til að fagna sigri hennar í forsetakosningunum degi fyrr. Þórir Guðmundsson Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif. Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif.
Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30
Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56