Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:26 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir lögin alveg skýr. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira