Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 12:26 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir lögin alveg skýr. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda. Hann hvetur fyrirtæki, sem hafa boðið starfsfólki að gera samning um skert starfshlutfall á uppsagnartíma, til að draga uppsagnir til baka. Vinnumálastofnun tekur undir með ráðherra. Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Vinnumálastofnun hafa í gær og í morgun fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma. Dæmi eru um að fyrirtæki, sem hafa sagt upp starfsfólki, nýti hlutabótaúrræðið á uppsagnartímabilinu og dragi þannig úr kostnaði við að greiða uppsagnarfrest. Samtök atvinnulífsins hafa túlkað lögin á þá leið að þessi leið sé fær og hafa jafnvel ráðlagt fyrirtækjum um þennan möguleika. Sjá einnig: Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, segist ekki telja að nein glufa sé í lögunum hvað þetta varðar. „Ég held að þetta sé nú nokkuð skýrt. Við fórum af stað með hlutabótaúrræðið til þess að fólk gæti haldið ráðningarsambandinu til þess að verja fólkið og bjóða fyrirtækjunum upp á það að lækka starfshlutfallið,“ segir Ásmundur. „Þannig að ég held að það sé nú nokkuð skýrt að menn geta ekki á sama tíma sagt því starfshlutfalli lausu sem að þeir fengu bæturnar til þess að verja. Þannig að í mínum huga, það er auðvitað Vinnumálastofnun sem túlkar lögin og þeir hafa túlkað þau með þessum hætti jafnframt, eins og kemur fram á þeirra vefsíðu,“ ítrekar Ásmundur. „Ég hvet fyrirtækin til að þess að draga þessar uppsagnir til baka.“ Ráðningarsamband grundvallarskilyrði fyrir hlutabótaleiðinni Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun er áréttað að það sé grundvallarskilyrði fyrir greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta að ráðningarsamband sé í gildi. „Ef atvinnurekandi segir upp starfsmanni sem hann hefur gert samkomulag við, lítur stofnunin svo á að forsenda samkomulagsins sé brostin og þá taki almennar reglur um uppsagnarfrest við. Hafi atvinnurekendur misskilið ofangreindar reglur og sagt upp starfsmönnum sem þeir hafa þegar gert samkomulag við um minnkað starfshlutfall, þá skorar Vinnumálastofnun á þá, að draga þær til baka,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar. Úrræðið var sett tímabundið og gildir til 31. maí en verður líkast til framlengt um einhvern tíma. „Hvað svo sem að gerist eftir 31. maí, það er eitthvað sem að við þurfum síðan að ræða í framhaldinu. Þess vegna var þetta bara tímabundið úrræði, lögin segja að það sé ætlunin að þetta verði endurskoðað að þeim tíma loknum og það munum við sannarlega gera,“ segir Ásmundur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira