Óvæntur liðsauki? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 15:00 Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og gott í eðli sínu. Veiðarnar eru arðbærar og verðmætasköpun sjávarútvegs, allt frá veiðum til vinnslu og sölu sjávarafurða, hefur aukist verulega. Sú hagkvæmni er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það sem hins vegar hefur grafið undan kerfinu og trausti almennings til þess, er að ítrekað hefur verið staðið í vegi fyrir mikilvægum og löngu tímabærum breytingum sem varða almannahag. Gott dæmi um þetta er þegar þverpólitísk samstaða náðist í auðlindanefndinni árið 2000 um gjaldtöku annars vegar og tímabundnar veiðiheimildir hins vegar. Það var skynsöm tillaga og fól í sér grundvallarbreytingu sem átti að leiða til frekari sátta um fiskveiðistjórnunarkerfið. Tímabundin aflahlutdeild er í raun stærsta prinsipp atriðið varðandi stjórnun fiskveiða. Ótímabundnar heimildir tryggja ekki ævarandi eignarrétt útgerða en þær styrkja lagalega stöðu þeirra og annarra til að líta svo á. Á hinn bóginn er augljóst að tímabundnar heimildir fullnægja best skilyrðum um sameign þjóðarinnar og nauðsynlegan varanleika til að tryggja hagkvæmar veiðar. Í hvert sinn sem reynt hefur verið að ýta kerfinu í átt að fyrrgreindri niðurstöðu auðlindanefndar heyrast kunnugleg stef um að ekki megi hrófla við kerfinu. Varðstaðan hefur verið öflug. Ekki hefur mátt ræða tímabundna samninga, hvað þá að treysta markaðnum fyrir verðlagningu á veiðiheimildum. Fyrir vikið er lítill skilningur hjá almenningi þegar sjávarútvegsfyrirtæki vilja allt í einu fá milljarða í bætur frá ríkinu fyrir verðmætar veiðiheimildir en gera síðan lítið úr þeim sömu verðmætum þegar greiða á veiðigjöld í ríkissjóð. Skynsöm skref til aukins trausts Við í Viðreisn höfum lagt fram á þingi mál sem við teljum að séu brýn og til þess fallin að auka gegnsæi og skilning á mikilvægu gangverki sjávarútvegs. Leiðarljósin hafa verið skýrar, sanngjarnar reglur og arðbær sjávarútvegur. Það styrkir lífskjör almennings og samkeppnishæfni sjávarútvegs og er í takti við meginstef Viðreisnar um að almannahagsmunir framar sérhagsmunum stuðli að heilbrigðara atvinnulífi. Við höfum sett fram tillögur sem fela í sér tímabundna samninga eins og í makríl og mál er snerta eignarhald og skilgreiningu á tengdum aðilum. Ekki með því umbylta kerfinu heldur til að skerpa frekar á leikreglunum og auka traust á þessari mikilvægu atvinnugrein. Við höfum lagt áherslu á að tryggja sanngjarnt gjald fyrir veiðiheimildir, að ferlið í kringum verðlagningu afla valdi ekki tortryggni, eins og á milli sjómanna og útgerða og að pólitískar geðþóttaákvarðanir ráði ekki verðmati hverju sinni. Við höfum hins vegar mætt harðri andstöðu af hálfu stjórnarflokkanna þriggja og hagsmunasamtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eins og milli þeirra séu órofa bönd. Einhverra hluta vegna. Nýr og óvæntur tónn ríkisstjórnarinnar Þess vegna var áhugavert að hlusta á bæði Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktsson segja það afdráttarlaust í þinginu að krafa ákveðinna útgerðarfyrirtækja á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar upp á tíu milljarða hafi valdið þeim vonbrigðum. Bjarni benti réttilega á að fiskveiðistjórnunarkerfið sé ekki náttúrulögmál heldur mannana verk. Og ítrekaði jafnframt að breytingar á kerfinu væru leiddar til lykta á Alþingi. Þrátt fyrir að staðreyndin sé sú að ráðherrarnir tveir hafi vitað af háum bótakröfum útgerðarfyrirtækjanna í meira en ár og upplýsingarnar verið dregnar út úr stjórnarráðinu með töngum þá er gott að skynja að þau séu farin að horfast í augu við veruleikann. Til að þessi nýi og óvænti tónn ríkisstjórnarinnar verði trúverðugur og ekki bara hjómið eitt, þarf að gera meira en að flytja eina ræðu og halda síðan áfram varðstöðunni um óbreytt kerfi. Nú liggur fyrir mat útgerðarfyrirtækjanna sjálfra á verðmæti veiðiheimilda á makríl. Þeirra eigið mat er upp á marga milljarða. Prófsteinn á hina raunverulega alvöru á bak við þessi orð ráðherranna er því hvort þau séu reiðubúin til að horfa á það mat útgerðarfyrirtækjanna sem eðlilegt viðmið við gjaldtöku. Tvennt kemur því til greina. Annað hvort voru þetta yfirlýsingar um að ríkisstjórnin þori loksins að hreyfa sig við verðmat á aflaheimildum og tryggi jafnframt skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá, er taki til tímabundinna samninga. Eða að ráðherrarnir hafi einvörðungu verið að kaupa sér tíma til að slá á augljósa óánægju í samfélaginu vegna þessa máls, án þess að ætla sér að aðhafast nokkuð. Svona eitthvað til huggulegs heimabrúks. Hvort það verður, mun framtíðin einfaldlega að leiða í ljós. Höfundur er formaður Viðreisnar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun