Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira
Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. Í minnisblaði sem sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra vegna afléttingar á samkomubanni er lagt til að fjöldasamkomur í sumar verði takmarkaðar við tvö þúsund manns út sumarið. Eftir á að útfæra tillöguna en ljóst er að þetta hefur mikil áhrif á stórar hátíðir sem halda á í sumar. Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík hafa til að mynda ákveðið að fresta hátíðinni um eitt ár. „Fiskidagurinn mikli er stór hátíð með mikla þéttni. Mikið af eldra fólki kemur. Við erum að afhenda mat og í venjulegu árferði þá erum við með mikið af erlendum gestum. Við bara tökum þátt í þessu verkefni sem öll þjóðin er í og hérna við komum sterk inn að ári,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þúsundir leggja jafnan leið sína í miðborg Reykjavíkur þegar hátíðarhöld eru vegna 17. júní og þegar Menningarnótt er haldin hátíðleg. Hjá Reykjavíkurborg á að reyna að skipleggja þessar hátíðir en þó með breyttu sniði. „Það eru fullt af hugmyndum í gangi og við erum að vinna úr þeim og ég held að það verði bara gaman að kynna það þegar nær dregur hvernig við hugsum þetta,“ segir Arna Schram sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir til greina koma að dreifa uppákomum um hverfi borgarinnar til að öllum sé ekki stefnt á sama tíma í miðbæinn. Þá kemur líka til greina að dreifa hátíðarhöldunum yfir lengra tímabil. Þá ætla aðstandendur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum að reyna að finna leið til að halda hana enn er þó óvíst hvernig það verður gert. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, segir hátíðina og fótboltamót sem haldin eru fyrir börn skipta öllu máli þegar kemur að tekjuöflun fyrir félagið. „Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru bara í algjöru uppnámi og við höfum bara velt upp öllu og erum með bara með allt uppi á borðunum. Það er kannski eina sem ég get í raun og veru sagt í dag er að hátíðin verður haldin í Herjólfsdal,“ segir Hörður Orri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Menningarnótt Fiskidagurinn mikli Reykjavík Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir 140 listamenn vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Sjá meira