Efast um að ungt fólk átti sig á því grettistaki sem Vigdís lyfti á sínum tíma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2020 20:13 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, segist ekki viss um að ungt fólk í dag, þá sérstaklega það sem nú reynir að hasla sér völl í stjórnmálum, geri sér grein fyrir því grettistaki sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, lyfti þegar hún var kjörin forseti fyrir tæpum 40 árum. Vigdís fagnar í dag níræðisafmæli sínu. „Það var sko aldeilis ekki sjálfgefið fyrir tiltölulega unga konu, einstæða móður, að stíga fram á völlinn og bjóða sig fram til æðsta embættis þjóðarinnar. Það þurfti gríðarlegan kjark til að gera það. Og með því að gera það rauf hún skarð í múrinn sem hafði verið utan um öll þessi æðstu embætti þjóðarinnar, sem hafði varðað þau kannski fyrir konum, og gerði okkur hinum kleift að fara í gegn um þetta skarð og byrja að ryðja brautina fyrir aðrar konur. Fyrst að hún þorði og hún gat, þá þorðum við og gátum líka,“ segir Ingibjörg. Hún segir að framganga Vigdísar hafi verið ástæða þess að farið hafi verið fram með kvennaframboð árin 1982 og 1983. Vigdís er níræð í dag. Í sumar verða 40 ár liðin frá því hún náði kjöri til embættis forseta Íslands, og varð þannig fyrsti þjóðkjörni kvenforseti í heimi.Vísir/Vilhelm Vigdís mætti mótlæti og fordómum Ingibjörg telur ekki að nokkur önnur kona í Íslandssögunni komi Vigdísi til jafns þegar kemur að kvennabaráttunni. „Nei, ekki sem einstaklingur. Það myndi ég ekki segja. Auðvitað þegar við horfum á kvennabaráttuna þá er hún auðvitað röð af ýmsum atburðum þar sem eitt leiðir af öðru. Ég hugsa að Vigdís hefði aldrei boðið sig fram ef ekki hefði verið Kvennafrídagur 1975. Og svo af því að hún bauð sig fram þá komum við fram með kvennaframboð og Kvennalista 1982. Og svo koll af kolli. En hún er sú sem rýfur skarð í þennan múr sem er alveg gríðarlega mikilvægt. Það þurfti mikinn kjark fyrir konu til að stíga fram því að þó að margir hafi stutt hana, hún auðvitað naut mikils stuðnings, þá var hún ein úti á vellinum.“ Aðspurð samsinnir Ingibjörg því að Vigdís hafi á sínum tíma mætt ýmiskonar mótlæti í sinni baráttu. „Og alls konar fordómum auðvitað. Það var verið að gera grín að kvenímyndinni og þessum nýja kvenlega leiðtoga. Það er eitt sem Vigdís gerir líka, hún býr til nýja tegund af forystu. Þeir sem höfðu verið í forystu þangað til voru karlar og þetta var svolítið upphafið, föðurlegt og strangt. En hún kemur með þessa nýju, mjúku mildu forystu. Það skiptir gríðarlegu máli.“
Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira