APRÍL – alþjóðlegur mánuður gegn ofbeldi á börnum Sigríður Björnsdóttir skrifar 16. apríl 2020 12:30 Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín. Samkvæmt nýlegri skýrslu Barnaverndarstofu fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 um 9,5% miðað við árið á undan. Í upphafi Covid-19 faraldursins eru hins vegar vísbendingar um að tilkynningum til barnaverndarnefnda hafi snarfækkað. Ein af ástæðum þess getur verið sú að fleiri börnum er nú haldið heima sökum smithættu og sækja því ekki skóla en skólar og stofnanir eru helstu tilkynningaraðilar til barnaverndar. Þó benda tölur frá Barnavernd Reykjavíkur til þess að það sé aukning á ný í fjölda tilkynninga og þá frá nágrönnum og öðrum aðilum í umhverfi barna. Nú er tækifæri fyrir samfélagið allt að kynna sér hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Hafa þarf í huga hvernig hægt sé að hlúa að barni sem mögulega býr við ofbeldi og hvenær mikilvægt er að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefnda. Með forvarnaverkefninu Verndarar barna, vilja Barnaheill, vekja athygli á málaflokknum og veita foreldrum og öðrum aðgang að upplýsingum og efni til að meta hvort hægt sé að bæta umhverfi barna og fyrirbyggja þannig ofbeldi á börnum. Til að vernda börn frá ofbeldi er gott að spyrja sig spurninga um hvort að aðstæður og umhverfi barna séu örugg. • Hvernig get ég komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í minni fjölskyldu? • Hvað þarf ég til að tryggja að barnið mitt sé öruggt? • Ert þú með öryggisáætlun fyrir þína fjölskyldu? • Ég fæ ónotatilfinningu gagnvart ákveðnum aðila, en hvað ef ég hef rangt fyrir mér? • Þarf að kenna börnum með fötlun um kynheilbrigði? • Hvernig get ég kynnt mér forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum? • Hvernig getur skólinn minn verið í forystu í forvörnum? • Hvað getum við gert þegar utanaðkomandi ógnir (Covid-19) breyta okkar daglegum venjum? Viltu vita meira? Svör við spurningunum er að finna á barnaheill.is. Í sameiningu getum við með fyrirbyggjandi leiðum komið í veg fyrir ofbeldi og vanrækslu innan fjölskyldna og samfélagsins alls. Við hvetjum þig til að deila þekkingu þinni um forvarnir með ættingjum, vinum og samfélaginu öllu. Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun