Dóttir Jordan segir að pabbi sinn hafi komið henni á óvart í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 17:00 Jasmine Jordan með Air Jordan skó úr heimsfrægri skólínu föðurs síns. Getty/Alexander Tamargo/ Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020 NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Jasmine, dóttir Michael Jordan, hefur tjáð sig um sína upplifun af því að horfa á heimildarþáttarröðina „The Last Dance“ þar sem farið er yfir síðasta tímabil Michael Jordan með Chicago Bulls. Jordan hefur nefnilega gefið mikið af sér í viðtölum sínum í „The Last Dance“ og það eru ekki bara körfuboltaáhugamenn sem hafa séð meira af hans persónuleika en áður. Dóttir Jordan segir að pabbi sinni hafi komið henni á óvart í þáttunum. Jasmine Jordan er eina dóttirin sem Jordan átti með fyrri konu sinni Juanitu Savoy en hún fæddist í desember árið 1992 og var því enn bara fimm ára þegar Chicago Bulls vann titilinn í júní 1998. Michael Jordan's daughter says she's surprised by her father in "The Last Dance" https://t.co/kxpPlSXzSG— Newsweek (@Newsweek) May 15, 2020 Jasmine Jordan var hissa á því að sjá faðir sinn tjá sig svo mikið um sitt líf en MJ hefur ekki verið mikið í fjölmiðlum síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. „Það kom mér mikið á óvart að sjá hann því hann vill vera vera út af fyrir sig. Hann vill ekki tjá sig um þjóðfélagsmál og hann vill ekki bregðast við þótt að fólk vilji fá viðbrögð frá honum,“ sagði Jasmine Jordan í viðtali við Associated Press. „Ég hef horft á þættina og séð hann þar meyran og tilfinningasaman þar sem hann segir sína skoðun og fer yfir hlutina frá sínu sjónarhorn. Það hefur verið ótrúlegt að sjá þetta. Ég elska þetta líka því þetta sýnir öllum að hann er mannlegur sem margir hafa kannski gleymt. Eins og allir vita þá er hann einstakt undur og hann er Geitin. Hann er líka manneskja,“ sagði Jasmine Jordan. I m harassing him : Jasmine Jordan says she s been frequently texting her father, Michael Jordan, while learning more about him in the ESPN docuseries #TheLastDanceFull story by @GaryGHamilton: https://t.co/Dq7QNb1pCO pic.twitter.com/tQsNTN02Zi— AP Sports (@AP_Sports) May 14, 2020 Jasmine viðurkennir að samband hennar og pabba síns hafi orðið enn betra eftir að hann hætti að spila. Jasmine segir líka að það sé fullt af hlutum í þáttunum sem hún vissi ekki um áður. „Ég er stanlaust að senda honum skilaboð. Ég held að það hafi ekki verið einn þáttur þar sem ég vildi ekki fá að vita meira hjá honum. Ég var svo ung þarna og er því að upplifa þessa þætti sem aðdáandi,“ sagði Jasmine. „Ég var án efa pabbastelpa þegar ég var að alast upp. Hann kallar mig ennþá prinsessuna sína og ég er að verða þrítug,“ sagði Jasmine sem er nú búinn að gera Michael Jordan að afa. Hún segir að strákurinn hennar sé búinn að heilla afa sinn upp úr skónum og að hann geri allt fyrir hann. „Pabbi minn myndi eflaust leyfa syni mínum að komast upp með morð. Þeir eiga orðið ótrúlegt samband og það er gaman að sjá það vaxa og dafna,“ sagði Jasmine Jordan. That time when Jasmine Jordan, Michael Jordan's daughter, googled her dad at age 11 to see just how big of a deal her pops was. pic.twitter.com/1kOAVJ1FlH— The Undefeated (@TheUndefeated) May 17, 2020
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira