Árangur laga um fæðingar- og foreldraorlof Ingólfur V. Gíslason skrifar 9. mars 2020 14:00 Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Fjölskyldumál Börn og uppeldi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Á vordögum 2000 samþykkti Alþingi mótatkvæðalaust lög um fæðingar- og foreldraorlof. Í lögunum fólust nokkrar róttækar breytingar. Orlofið var lengt í áföngum úr þremur mánuðum í sex. Greiðslur sem áður höfðu verið flatar og lágar voru nú 80% af launum. Sveigjanleiki var innleiddur þannig að mögulegt var að vera í hlutaorlofi og hlutavinnu. Þrír mánuðir voru bundnir hvoru foreldri en þrír voru skiptanlegir. Markmið laganna var annars vegar að tryggja börnum umhyggju beggja foreldra og hins vegar að auðvelda konum og körlum samþættingu fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku. Nú stendur yfir heildarendurskoðun þessara laga og því við hæfi að líta yfir hverju þau hafa áorkað. Augljósasta breytingin er að 85-90% feðra taka orlof til að vera með börnum sínum í stað 0,2-0,3% fyrir breytinguna. Þeir taka að meðaltali þann tíma sem einungis þeir geta nýtt. Það er í fullu samræmi við það sem sjá má hjá öðrum þjóðum. Umhyggju barna er miklu jafnar skipt milli foreldra en áður og ekki aðeins meðan á orlofinu stendur. Byggt á mati foreldra (mæðra) sjálfra var umhyggju barna sem fæddust 1997, þremur árum fyrir setningu laganna, jafnt skipt í um 40% fjölskyldna þegar börnin náðu þriggja ára aldri. Umhyggju barna sem fæddust 2014 var jafnt skipt í 75% fjölskyldna þegar þau voru þriggja ára. Rannsóknir á hinum Norðurlöndunum sýna það sama, feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það, alla tíð. Þetta hefur meðal annars skilað sér í því að íslensk ungmenni meta samskipti sín við feður jákvæðari en ungmenni 43 samanburðarlanda samkvæmt alþjóðlegu rannsókninni Health and behaviour in school-aged children. Það hefur ekki grafið undan stöðu íslenskra mæðra, þær eru eftir sem áður með alþjóðlega forystu á þessu sviði. Tvær íslenskar rannsóknir hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi samspil fæðingarorlofs og skilnaða. Fæðingarorlof feðra dregur úr skilnuðum. Það ætti ekki að koma á óvart, sameiginleg reynsla styrkir sambönd. Einnig þetta atriði er í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Þátttaka feðra í umönnun barna sinna frá upphafi vegferðar þeirra hefur sýnt sig hafa mikilvægar afleiðingar fyrir börnin. Virkni feðranna dregur úr hegðunarvandkvæðum hjá drengjum og sálfræðilegum vanda stúlkna. Hún ýtir undir vitsmunalegan þroska, dregur úr afbrotum og styrkir stöðu fjölskyldna sem standa höllum fæti, félagslega og efnahagslega. Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að þessi lög hafa haft þau áhrif sem þeim var ætlað. Alþingi hefur ekkert betur gert síðustu áratugi til að jafna stöðu kynja á vinnumarkaði og í fjölskyldulífi en að samþykkja þessi lög. Það sem meira er, líklega hefur Alþingi heldur ekkert betur gert síðustu áratugi til að styrkja samheldni fjölskyldna og bæta stöðu og lífshamingju íslenskra barna. Höfundur er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar