Dragúldinn búrhval rak í höfnina Grímseyingum til mikillar ógleði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2020 13:13 Grímseyingar hafa þurft að glíma við búrhvalshræið um helgina Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“ Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
„Hann er skemmtilega úldinn,“ segir Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, um búrhvalshræ sem rak í höfnina í Grímsey um helgina. Mikla ólykt lagði yfir hafnarsvæðið. Íbúar í Grímsey höfðu tekið eftir því fyrir helgi að hræið væri á floti í grennd við eyjuna. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgunin var búrhvalshræið komið inn í höfnina. „Það er var ekki verandi nálægt honum þarna niður frá. Þeir voru að taka neðri kjálkann úr honum og það var verið að æla á bryggjunni, lyktin var þannig,“ segir Anna María í samtali við Vísi. Í gær hafði hvalurinn rekið þangað sem Grímseyjarferjan leggur að og því þótti ekki stætt á öðru en draga hvalinn frá höfninni. „Það er búið að draga hann út fyrir, hann hangir á hafnargarðshausnum en það á að draga hann út fyrir seinna í dag, langt frá eyjunni,“ segir Anna María. Lyktin hangir hins vegar enn þá við höfnina. „Ég fór áðan að kveikja á lyftaranum að taka á móti ferjunni og það er viðbjóður, þótt að hann sé farinn,“ segir Anna María. „Þetta er hálfógeðslegt, hann er svo úldinn.“ Hræið lyktar mjög illa að sögn GrímseyingaMynd/Anna María Sigvaldadóttir Sjóarinn Svafar Gylfason hefur fengið það verkefni að draga hræið á haf út eftir að leyfi fengust frá þar til bærum yfirvöldum. Stefnt er á að Grímseyingar verði lausir við búrhvalinn seinnipartinn í dag. „Manni finnst ekkert spennandi að hafa þetta á reki hérna,“ segir Svafar í samtali við Vísi, en hann hefði kosið að Landhelgisgæslan hefði mætt á svæðið til að eyða hræinu. „Það er stórhættulegt að hafa hann á reyki hérna. Ef að þú lendir á þessu á hraðbát á tuttugu mílum þá þarf ekkert að spyrja að því.“
Dýr Akureyri Grímsey Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira