Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2020 12:24 Forstjóri Alþjóðaheilsbrigðismálastofnunarinnar hefur hafnað gagnrýni Bandaríkjaforseta um að hafa brugðist of seint við faraldri Kórónuveirunnar. Vísir/Getty Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni. Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni.
Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57