Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:00 Michael Jordan í þessum fræga fimmta leik í lokaúrslitum NBA deildarinnar árið 1997 þar sem hann var með 38 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Getty/Brian Bahr Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn. NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Michael Jordan bauð upp á margar hetjulegar frammistöður á mögnuðum ferli en hjá mörgum hefur frammistaða hans 11. júní 1997 staðið þar upp úr. Nú er komið í ljós að Michael Jordan var ekki með flensu í flensuleiknum fræga. Mikið var látið með það bæði í aðdraganda leiksins og eftir hann að Michael Jordan var veikur þegar fimmti leikur Chicago Bulls og Utah Jazz fór fram í Utah í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 1997. Staðan var 2-2 í einvíginu eftir tvo sigurleiki Utah Jazz liðsins í röð. Það var flestum ljóst að sigur í fimmta leiknum myndi fara langt með að tryggja liði titilinn en á þessum tíma fékk liðið með heimavallarrétt tvo fyrstu og tvo síðustu leikina en í millitíðinni fóru fram þrír leikir í röð hjá liðinu sem var ekki með heimavallarrétt. Tim Grover, einkaþjálfari Jordan og vinur Jordan, George Koehler, sögðu frá því í „The Last Dance“ þáttunum hvað gerðist í aðdraganda flensuleiksins fræga. Þeir þrír voru með Michael Jordan upp á hótelherbergi kvöldið fyrir fimmta leikinn. Jordan varð þá allt í einu svangur og þeir reyndu að finna veitingarstað sem var opinn. Sá eini sem fannst var pizzastaður í Park City sem er rétt fyrir utan Salt Lake City. Fimm menn komu síðan með pizzuna á hótelherbergið sem Tim Grover þótti skrítið enda var aðeins pöntuð ein pizza. Aðeins Michael Jordan borðaði pizzuna því hinir ákváðu að taka ekki áhættuna. 'Flu Game' will now be known as the 'Food Poisoning Game' pic.twitter.com/SloXKwuw4a— The Association on FOX (@TheAssociation) May 18, 2020 Nokkrum klukkutímum síðar var Jordan kominn sárþjáður í gólfið að drepast í maganum. Hann svaf allan daginn en var ekki tilbúinn að gefa eftir leikinn. Jordan mætti síðan náfölur í leikinn og allur heimurinn fékk að vita það hann væri með flensu. Jordan vildi spila og lagði það meðal annars til að hann yrði að minnsta kosti notaður sem tálbeita eins og hann orðaði það sjálfur. Annað kom á daginn. Eftir mjög dapra byrjun í leiknum þá tók ótrúleg keppnisharka Michael Jordan yfir og hann tók yfir leikinn. Jordan skoraði á endanum 38 stig á 44 mínútum og gerði út um leikinn með stórum körfum í lokin. Jordan var einnig með fimm stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Chicago vann leikinn með tveimur stigum og tryggði sér síðan NBA-titilinn á heimavelli í næsta leik. Stuart Scott's "Flu Game" highlight of MJ will always be #TheLastDance pic.twitter.com/5WNVybQktp— SportsCenter (@SportsCenter) May 17, 2020 Jordan skoraði 39 stig í sjötta leiknum sem fór fram aðeins tveimur dögum síðar og hann enn að jafna sig eftir „veikindin“ í Utah. 38,5 stig að meðaltali í tveimur leikjum eftir slæma matareitrun er enn eitt dæmið um hversu magnaður körfuboltamaður Jordan var. Eftir þessar uppljóstranir í „The Last Dance“ þá getur þetta samt varla kallast flensuleikurinn lengur. Jordan fékk augljóslega matareitrun í Utah og nú er það meira spurning hvort það var viljandi eða óviljandi hjá þessum mögulegu stuðningsmönnum Utah Jazz sem ráku pizzastaðinn.
NBA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira