Afnemum tryggingagjald tímabundið Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. mars 2020 10:00 Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Wuhan-veiran Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun