Á ekki von á biðröðum af ferðamönnum þegar landið opnar Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2020 10:53 Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segist ekki eiga von á því að biðraðir skapist af ferðamönnum þegar landið verður opnað á ný um miðjan næsta mánuð. Steingrímur ræddi við Bítismenn í morgun um ástandið á bílaleigumarkaði á tímum kórónuveirufaraldursins. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt með stóran hluta starfsfólksins ýmist heima eða vinnandi að heiman og afskaplega lítið að gera.“ Nær einungis afpantanir Steingrímur segir að lítið sem ekkert sé um pantanir, bara afpantanir. „Ég held að það hafi nánast ekkert verið pantað af erlendum ferðamönnum.“ Hann segir að fyrirtækið hefði þurft að ráðast í drastískar aðgerðir ef ástandið hefði verið óbreytt mikið lengur. „Við hefðum alveg komist í gegnum þetta með lokun, en ekki endalaust. Það er alveg ljóst að þessi opnun á landinu 15. júní, ég á ekki von á því að það verði einhverjar biðraðir af ferðamönnum að komast til landsins. En það er mjög jákvætt fyrir greinina og landið í heild sinni að við náum þó að opna og feta okkur áfram og taka næstu skref.“ Einhverjar hræður myndu færa manni von og trú Steingrímur segir að mikið hafi verið um afbókanir á tímabilinu út maí og í júní, en að bókanir hafi haldist fyrir júlí og ágúst að einhverju leyti. „Það skiptir okkur gríðarlegu máli að fá inn þó ekki sé nema einhverjar hræður sem færa manni von og trú.“ Hann segir bílaleiguna búa yfir um 4.500 bílum og að unnið hafi verið að því að fækka þeim eitthvað. Upp og ofan hafi gengið að finna bílastæði fyrir alla bílana, en þetta hafi bjargast með aðstoð „skilningsríkra nágranna“. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira