Meintir handrukkarar þurfa að víkja úr dómsal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2020 11:07 Mennirnir þurfa, allir nema einn, að víkja þegar brotaþolar gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjórir af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri þurfa að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá sneri Landsréttur við öðrum úrskurði sama héraðsdóms sem hafði ekki fallist á að sakborningar þyrftu að víkja þegar fórnarlamb í stunguárás gæfi skýrslu í tengslum við annað mál. Fyrra málið tengist sem fyrr segir handrukkunarmáli þar sem mönnunum fimm er gefið að sök að hafa átt aðild að því að frelsissvipta annan mann. Eru þeir grunaðir um að hafa svipt brotaþola frelsinu í meira en fimm klukkustundir til að knýja á um greiðslu skuldar við einn af þeim sem ákærður er í málinu. Fórnarlambið sagðist treysta sér illa til þess að gefa skýrslu fyrir dómi með hina grunuðu viðstadda í dómsal, hann upplifi stöðugan ótta við menninna. Lagt var fram mat geðlæknis sem taldi verulegar líkur á því að nærvera mannanna við skýrslugjöf fórnarlambsins myndi hafa áhrif á framburð þess. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir fimm ættu að víkja. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms, utan þess að einn fimmmenninganna þarf ekki að víkja úr dómsal, þar sem honum er ekki gefið að sök að hafa framið ofbeldisbrot gegn fórnarlambinu. Þá tók Landsréttur einnig fyrir kæru brotaþola í hnífstungumáli á Akureyri en hann hafði krafist þess að sakborningarnir í málinu myndu yfirgefa dómsal á meðan það gaf skýrslu. Hann sé enn hræddur við árásarmenninna og fólk sem þekki þá. Héraðsdómur hafnaði kröfu fórnarlambsins en Landsréttur sneri úrskurðinum við, og þurfa sakborningarnar tveir því að víkja úr dómsal á meðan fórnarlamið gefur skýrslu. Dómsmál Akureyri Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Fjórir af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri þurfa að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá sneri Landsréttur við öðrum úrskurði sama héraðsdóms sem hafði ekki fallist á að sakborningar þyrftu að víkja þegar fórnarlamb í stunguárás gæfi skýrslu í tengslum við annað mál. Fyrra málið tengist sem fyrr segir handrukkunarmáli þar sem mönnunum fimm er gefið að sök að hafa átt aðild að því að frelsissvipta annan mann. Eru þeir grunaðir um að hafa svipt brotaþola frelsinu í meira en fimm klukkustundir til að knýja á um greiðslu skuldar við einn af þeim sem ákærður er í málinu. Fórnarlambið sagðist treysta sér illa til þess að gefa skýrslu fyrir dómi með hina grunuðu viðstadda í dómsal, hann upplifi stöðugan ótta við menninna. Lagt var fram mat geðlæknis sem taldi verulegar líkur á því að nærvera mannanna við skýrslugjöf fórnarlambsins myndi hafa áhrif á framburð þess. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að mennirnir fimm ættu að víkja. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem staðfesti dóm héraðsdóms, utan þess að einn fimmmenninganna þarf ekki að víkja úr dómsal, þar sem honum er ekki gefið að sök að hafa framið ofbeldisbrot gegn fórnarlambinu. Þá tók Landsréttur einnig fyrir kæru brotaþola í hnífstungumáli á Akureyri en hann hafði krafist þess að sakborningarnir í málinu myndu yfirgefa dómsal á meðan það gaf skýrslu. Hann sé enn hræddur við árásarmenninna og fólk sem þekki þá. Héraðsdómur hafnaði kröfu fórnarlambsins en Landsréttur sneri úrskurðinum við, og þurfa sakborningarnar tveir því að víkja úr dómsal á meðan fórnarlamið gefur skýrslu.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira