Sápuóperan Sápan er á dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi hjóna sem ganga í gegnum erfiða tíma og stendur í raun nýtilkomið hjónaband á brauðfótum.
Með aðalhlutverk í þáttunum fara Jóhannes Haukur Jóhannesson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Aron Már Ólafsson.
Í síðasta þætti gengu þau Jóhannes og Katla í það heilaga en það er greinilegt að Katla hefur aðeins áhuga á þeim fjármunum sem Jóhannes erfði í síðasta þætti.
Eins og áður komu fjölmargir gestaleikarar við sögu í þáttunum og að þessu sinni mátti sjá þá Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson og Björn Leifsson, oftast kenndur við World Class. Það má með sanni segja að það hafi verið töluverð Friends þema í síðasta þætti.
Bjössi komst að miklu leyndarmáli eins og sjá má hér að neðan.