„Þeir lesa í gamlar rúnir“ - rithöfundar í samfélagi listanna Hjálmar H. Ragnarsson skrifar 19. maí 2020 16:43 Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna, að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi sitt aðalstarf af því að flytja list sína fyrir framan fólk, meira að segja stundum fyrir framan stóra hópa af fólki í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi mest af sínum tekjum af því einmitt að flytja list sína fyrir fólk, lifandi fólk í rauntíma, oft í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er það sem rithöfundar núna hrifsa til sín stærsta hlutann af sárabótunum vegna tekjumissins í kóvít-faraldrinum þegar það eru einmitt listamenn í allt öðrum greinum sem mest hafa misst af tekjunum? Hvers vegna, - já, hvers vegna? Formaður Rithöfundasambandsins svarar því til, að ekki hafi verið gerð nein marktæk könnun á því hvar tekjutapið af samkomubanninu hafi komið harðast niður á meðal listamanna, og gefur þannig lítið fyrir kvartanir performans listafólksins um að það hafi verið svipt lífsviðurværi sínu og ætti því bæturnar frekar skilið. Annar stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu gerir því skóna að tekjutap rithöfundarins vegna niðurfelldra kynninga á sjálfum sér og verkum sínum hafi ekki verið síðra áfall fyrir hann en niðurfelling tónleika og sýninga hafi verið fyrir tónlistarmanninn og sviðslistakonuna. Sem sagt, í augum forsvarsmanna rithöfunda er augljóst vandamál ekki til á meðan ekki liggur fyrir því sönnun með „marktækum könnunum,“ og þeir fullyrða blygðunarlaust að sjálfskynningar þeirra og upplestrar í bókasaöfnum séu sambærileg í þessu samhengi við meginstörf sviðlista- og tónlistarfólks. Ég velti fyrir mér hvaðan forsvarsmönnum rithöfunda kemur þessi dirfska að fullyrða öfugt við það augljósa, og hvernig þeir fá þorið til að hafa viðsnúning á stærðunum sem við blasa. Það vita allir að skrifandi listamenn lifa af skrifum sínum og af sölu og flutningi verka sinna, þótt þeir stundum fái aukapening fyrir að halda einhverja fyrirlestra, kenna, eða segja frá sjálfum sér í liststofnunum og fjölmiðlum, - en tónlistarmennirnir, já og sviðslistafólkið, það er ekki í þeirri stöðu, bara alls ekki. Það lifir af því að sýna listina, spila hana eða syngja, dansa eða fremja á einhvern hátt, - flytja hana fyrir fólk sem nú svo vikum og mánuðum skiptir hefur ekki mátt koma að horfa á það eða hlusta, hefur beinlínis verið bannað að gera það. Þetta er svo augljós munur, að fullyrðingar um annað hljóma einfaldlega sem blekkingar, eða í besta falli útúrsnúningar. Trumpískt! En ég spurði hér að ofan: Hvaðan kemur dirfskan? ----- Mýtan um Íslendinga sem bókmenntaþjóð ristir djúpt og er lífsseig. Hún er hluti af sjálfsmyndinni og hún fyllir okkur stolti gagnvart öðrum þjóðum. Sjálfsagt á hún rætur í þeim tímum þegar hér var ekki neitt til neins, engin hús utan torfkofanna, engin salarkynni, engin leiksvið, engin hljóðfæri, verkfæri og efniðviður af skornum skammti, og yfirleitt ekki bara neitt nema helst blek og bókfell, jú og auðvitað kálfskinnin hans Snorra, og kannski smá litarefni til að skreyta upphafsstafi í mikilvægustu bókunum. Já, menn gátu skrifað, skrifað sögur og frásagnir, annála og dómabækur. Ekkert gerðist sem skipti máli öld eftir öld, og því þeim mun meiri ástæða til að lifa í hugarfluginu og ímyndununum. Þegar við svo loks vöknuðum til lífsins þá þurftum við að hafa eitthvað, eitthvað til að stæra okkur af, eitthvað til að afsaka aðgerðarleysið allar aldirnar, og já, þá voru það auðvitað sögurnar og frásagnirnar, við vorum best í því, betri en allir hinir, og skítt með að höfðum eitthvað sungið og jafnvel skorið í tré, það skipti ekki máli, við vorum og erum nefnilega bókmenntaþjóð. Við sjáum svo mýtuna færast í æðra veldi á nítjándu öldinni og á öndverðri þeirri tuttugustu þegar enginn gat orðið svo áhrifavaldur í íslensku samfélagi nema hann væri um leið skáld eða a.m.k. bærilegur greinahöfundur, - og í fortíðar blámanum sjáum við fyrir okkur forfeðurna með bókina og pennann á lofti berja niður hið erlenda vald og lyfta þjóðinni til frelsis og sjálfstæðrar tilveru. Auðvitað voru þetta allt karlar, konurnar yfirleitt ósýnilegar, og þá er þær sáust voru þær yfirleitt með hannyrðir eða bróderingar á milli handanna, eða þær heyrðust fikra sig hæversklega áfram eftir lyklaborðum harmoníumsins og síðar á píanóið í heldri húsum. Valdið birtist í hinni skrifuðu list og hin skrifaða list var valdið. Þetta auðvitað breytist svo smám saman þegar landið opnast til umheimsins, fólk af báðum kynjum og ólíkum stéttum leitar sér menntunar í bestu menntastofnunum erlendis, og ný kunnátta og verkþekking berst til landsins ásamt með nýrri tækni og vísindum. Listsköpunin þróast til allra átta, við eignumst okkar tónlistarlíf, myndlistin, hönnunin og arkítektúrinn þróast í heljarstökkum í takt við tíðaranda og tæknikröfur, leikhúsið verður eftirlætis samkomustaður þjóðarinnar, við tökum fyrstu skrefin í kvikmyndagerðinni, svo segja má, að upp úr miðri síðustu öld séum við loks komin í takt við straumana og stefnurnar sem ríkja samtímis hjá nágrannaþjóðum okkar á meginlandinu og vestanhafs, og alvöru listasena með tilheyrandi fjölbreytni og breidd er loksins orðin til. Í öllu þessu umróti og í öllum þessum breytingum eru það þó áfram bókmenntirnar sem eru stólpinn sem allt annað er hengt á, það sem gerir okkur öðruvísi, gerir okkur sérstök, það sem gefur okkur fullvissuna um að við eigum erindi sem þjóð meðal þjóða, þjóð með tilverurétt í stríðandi heimi. Hápunkturinn: sjálfur Nóbellinn í höndum skáldsins kenndum við Laxnes. Þrátt fyrir mikinn og samfelldan uppgang, kraft og fjölbreytni, hafa hinar listirnar aldrei náð þeirri sterku stöðu og viðurkenningu sem bókmenntirnar hafa notið. Á meðan bókmenntirnar eru í kjarnanum, í sjálfsmyndinni og skilningi okkar á hver við erum og hvað við stöndum fyrir, þá eru hinar listirnar eins og í einhverri hliðarveröld. Jú, vissulega mikilvægar og við njótum þeirra og við erum stolt af afrekum okkar fólks vítt um veröld, en þær eru eins og hver önnur viðbót, þerapía, næstum lúxus, eitthvað sem við getum verið án þótt við viljum það kannski ekki. Þær gleðja, þær veita unun, þær bera hróður okkar um heiminn og þær kynna landið okkar fyrir fólki í fjarlægum löndum, en á einhvern skrýtinn hátt eru þær samt ekki „við,“ ekki „við í kjarnanum,“ ekki ljóðið sem lýsir angist okkar í tilvistinni og ekki sagan af sambýli okkar við hrjóstrugt land. Í þessu kemur tónlistin að engum notum, er í besta falli undirspil við texta skáldanna, þetta er ekki arkitektúrinn með hlutföllum sínum og formum, og ekki er þetta dansinn, sem ekkert á tungumálið. Nei, Snorri Hjartarson orðaði þetta rétt, og þannig hefur það greipst í þjóðarvitundina: „ Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.“ ---- Já, rithöfundarnir eru framverðir tungunnar, riddararnir sem bera hana til vegs í verkum sínum, og tryggja öðrum fremur að hún lifi meðal þjóðarinnar og berist áfram til kynslóðanna. Þeir eru helstu handhafar þriðju stoðarinnar, þrenningin er ekki heil án þeirra. Þessa stöðu hafa þeir nýtt sér vel í gegnum áratugina til að tryggja hagsmuni sína og bæta möguleika sína til mannsæmandi lífs. Þeir fengu snemma sinn Rithöfundasjóð á meðan listamönnum úr hinum greinunum var gert að súpa úr sömu skál. Bitlingum var úthlutað tvist og bast eftir pólitískum línum, og ágreiningsefnið var ekki hvort viðkomandi væri góður listamaður eða ekki heldur frekar hvort mætti skilgreina hann sem rithöfund frekar til vinstri en til hægri, og svo öfugt. Það er í þessu drullumalli öllu saman sem listamönnum, þ.m.t. rithöfundum, tekst að knýja fram uppstokkun á styrkjakerfinu, og starfslaunakerfinu er komið á laggirnar, sem að stofni til við búum við enn í dag. Rithöfundasjóðurinn var felldur inn í kerfið strax í byrjun, en þó með því skilyrði að stærð hans héldi sér og ekki yrði af honum klipið til eflingar fyrir hina sjóðina. Flytjendur fengu sína sjóði þótt litlir væru, og nýjar greinar komust með tærnar inn fyrir þröskuldinn. Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust. Sérstaklega sá maður hvernig listgreinarnar voru að eflast og dofna sitt á hvað, og eftirsóknin til náms í listum myndi breytast eftir tíðaranda og nýjum viðmiðum. Það kæmi sá tími að þyrfti að skoða aftur flokkunina eftir listgreinum, og hlutföllin á milli. Þetta var reyndar fyrir Listaháskólann. En við hugsuðum svo að þetta yrði bara að vera seinni tíma vandamál, vandamál sem myndi sjálfkrafa leysast þegar öllum yrðu ljósar nýjar forsendur og menn gætu náð góðum sáttum um nauðsynlegar breytingar. Að frumkvæði menntamálaráðherra, einum tólf árum síðar, var gerð heiðarleg tilraun til að endurskoða kerfið og flokkun starfslaunanna, en sú tilraun var blásin snarlega af eftir mótmæli einmitt rithöfunda við ákvæðum sem ætlað var að koma í veg fyrir sjálfkrafa endurnýjun starfslauna til einstakra listamanna. Einhverjar síðari endurbætur voru gerðar á kerfinu sem ég þekki ekki, en þær voru víst frekar minniháttar. Starfslaunakerfið byggir þannig á úreltum forsendum og sem engan veginn endurspegla veruleikann sem við búum við í dag. Svo við tökum bara einstaklinginn, t.d. myndlistarmanninn eða tónskáldið, hverjir möguleikar hans eru til starfslauna miðað við rithöfundinn af sambærilegum status og með samanburðarhæfa reynslu. Þar er ekki hægt saman að líkja, rithöfundurinn er á allt öðru farrými. Þetta er óréttlæti og misskipting sem ekki verður endalaust við unað. Og við horfum á stærri myndina, listasenuna í heild, þá stendur skáldaða orðið við hlið tónlistarinnar og myndlistarinnar, hvorki framar eða aftar, bara við hliðina, og flytjendurnir virða engin mörk eða línur, eru yfir og allt um kring, hvorki mikilvægari en hinir né heldur minna mikilvægir. Þeir flytja sína kúnst fyrir fólk, hvort sem þeir semja hana sjálfir eða hún er eftir aðra, og það eru þeir sem skaðast þegar áhorfendunum er bannað að mæta og borga sig ekki lengur inn. ---- Eftir greininguna hér að ofan vaknar eðlilega spurningin um hvers vegna listamenn úr öðrum greinum hafa sætt sig við að þeim sé svona mismunað gagnvart kollegum sínum úr rithöfundastétt, - þeir hafa muldrað en ekki æpt, þusað frekar en skrifað. Erum við ekki öll í þessu saman, og erum við ekki eitt lið í baráttunni fyrir eflingu listanna í samfélaginu? Spurningin kallar á flóknari greiningu en ég hef hér yfir að ráða. Sjálfsagt er það að einhverju leyti það sem ég hef verið að lýsa, mýtan um bókmenntaþjóðina, og hlutverk skáldanna sem gæslumenn tungunnar, en það er líka innra með okkur óskrifandi listamönnunum, einhver hræðsla eða vanmáttarkennd, ótti við að takast á við þetta afl, afl stjórnmála og skáldskapar í einum samruna, og kalla yfir sig reiði rithöfundanna sem stýra frásögninni, og kunna alltaf betur að koma orðunum fyrir sig heldur en við hin sem vinnum list okkar í önnur efni. Hver vill kalla yfir sig reiðiköst frá best skrifandi rithöfundum þjóðarinnar, og hver vill láta hafa sig að háði og spotti á opinberum vettvangi fyrir það eitt að geta ekki svarað í sömu mynt með flóknu orðfæri og leiftrandi stíl? Það auðvitað vill enginn og því er betra að þegja. Viðbrögðin nú við óforskömmuðum yfirlýsingum forsvarsmanna rithöfunda um úthlutun úr sárabótarsjóðum vegna framkomubannsins sýna þetta að einhverju leyti: „...ég ætla mér svo sannarlega ekki að munnhöggvast við neinn...,“ „... ég er verulega skúffaður ...,“ „... mér finnst pínu sárt ...,“ og o.sv. frv., en sem betur fer heyrum við líka afdráttarlausari viðbrögð, og manni heyrist jafnvel á þessu sama fólki að nú sé mælirinn fullur og kominn tími á að taka slaginn í stærra samhengi. Það þurfi að taka kerfið í gegn, eyða mismunun og tengja skiptingu úthlutana við raunveruleika listalífsins. Það er vonandi að orðin verði að verkum. Mín reynsla af félagsstarfi listamanna er reyndar sú að við náum ekki aflinu fram nema í góðri samstöðu og sameiginlegum skilningi. Það er ekki alltaf að hagsmunir allra listgreinanna fari saman, en það ætti að vera grundvallaratriði að menn hlusti hver á annan og fari fram gagnvart félögum sínum af sanngirni og heiðarleika. Þetta felur í sér að stundum þarf að gefa eftir, jafnvel gefa frá sér forskot og ásköpuð forréttindi gagnvart þeim sem maður vinnur með. Það er ekki bara að maður komi til móts við skynsamlega rökstudd sjónarmið heldur getur eftirgjöfin þegar til lengri tíma er litið orðið til góðs fyrir málstaðinn sem maður sjálfur vinnur fyrir. Þá getur það verið mikils virði að eiga í hinum aðilanum bandamann þegar gefur á bátinn hjá manns eigin samtökum. Þetta er auðvitað allt bara pólitík, og hún getur verið sanngjörn og skynsamleg og hún getur verið það þveröfuga, einstrengingsleg og skaðleg. Pólitík stjórnar Rithöfundasambandsins gagnvart sviðslistafólki og tónlistarmönnum vegna úthlutunar fjár úr neyðarsjóðum vegna kóvít-faraldursins er þetta síðara, einstrengingsleg og skaðleg. Stjórnin metur það rangt að það þjóni best hagsmunum rithöfunda að hrifsa til sín óverðskuldaðan hluta af heildarkökunni, og hún metur það rangt að almenningur og pólitíkin í landinu sjái ekki í gegnum götóttan rökstuðning þeirra til réttlætingar úthlutuninni. Listamenn úr öðrum greinum og samtökum þeirra er nú nóg boðið, misréttið gagnvart úthlutun starfslauna verður ekki lengur þolað, og rithöfundar verða nú í veikari stöðu en áður til að réttlæta forréttindi sín í skjóli hefðarinnar og sjálfsmyndar okkar sem þjóð bókmennta og þjóð hinna skrifuðu lista. --- Það gerist þegar menn verða valdinu vanir að þeir taka umhverfi sitt sem óbreytanlegri stærð og ganga út frá því sem vísu að viðtekin sjónarmið og viðmiðanir haldi gildi hvernig sem viðrar að öðru leyti. Þegar ég horfi á málið í samhengi, yfirlýsingar rithöfundanna nú í endurvarpi mýtunnar um einstaka stöðu og einstakan arf, þá rennur upp fyrir mér að málsvarar rithöfunda lesa stöðu stéttarinnar út frá umhverfinu sem var og er ekki lengur, umhverfinu þar sem hlutverk þeirra var upphafið og söguleg forréttindi viðurkennd á grundvelli einstaks hlutverks þeirra í samfélaginu. Skynsamlegt mat á stöðunni í listsamfélaginu í dag virðist víðsfjarri og samkennd með systrum og bræðrum í hinum listgreinunum er utan ratsjár. Því miður, þeir lesa í gamlar rúnir í trausti þess að við hin munum þegja og vera sátt. Höfundur er tónskáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Listamannalaun Tónlist Dans Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna, að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi sitt aðalstarf af því að flytja list sína fyrir framan fólk, meira að segja stundum fyrir framan stóra hópa af fólki í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er rithöfundum fyrirmunað að viðurkenna að sviðslistafólk og tónlistarmenn hafi mest af sínum tekjum af því einmitt að flytja list sína fyrir fólk, lifandi fólk í rauntíma, oft í þéttsetnum sölum, - en ekki þeir? Hvers vegna er það sem rithöfundar núna hrifsa til sín stærsta hlutann af sárabótunum vegna tekjumissins í kóvít-faraldrinum þegar það eru einmitt listamenn í allt öðrum greinum sem mest hafa misst af tekjunum? Hvers vegna, - já, hvers vegna? Formaður Rithöfundasambandsins svarar því til, að ekki hafi verið gerð nein marktæk könnun á því hvar tekjutapið af samkomubanninu hafi komið harðast niður á meðal listamanna, og gefur þannig lítið fyrir kvartanir performans listafólksins um að það hafi verið svipt lífsviðurværi sínu og ætti því bæturnar frekar skilið. Annar stjórnarmaður í Rithöfundasambandinu gerir því skóna að tekjutap rithöfundarins vegna niðurfelldra kynninga á sjálfum sér og verkum sínum hafi ekki verið síðra áfall fyrir hann en niðurfelling tónleika og sýninga hafi verið fyrir tónlistarmanninn og sviðslistakonuna. Sem sagt, í augum forsvarsmanna rithöfunda er augljóst vandamál ekki til á meðan ekki liggur fyrir því sönnun með „marktækum könnunum,“ og þeir fullyrða blygðunarlaust að sjálfskynningar þeirra og upplestrar í bókasaöfnum séu sambærileg í þessu samhengi við meginstörf sviðlista- og tónlistarfólks. Ég velti fyrir mér hvaðan forsvarsmönnum rithöfunda kemur þessi dirfska að fullyrða öfugt við það augljósa, og hvernig þeir fá þorið til að hafa viðsnúning á stærðunum sem við blasa. Það vita allir að skrifandi listamenn lifa af skrifum sínum og af sölu og flutningi verka sinna, þótt þeir stundum fái aukapening fyrir að halda einhverja fyrirlestra, kenna, eða segja frá sjálfum sér í liststofnunum og fjölmiðlum, - en tónlistarmennirnir, já og sviðslistafólkið, það er ekki í þeirri stöðu, bara alls ekki. Það lifir af því að sýna listina, spila hana eða syngja, dansa eða fremja á einhvern hátt, - flytja hana fyrir fólk sem nú svo vikum og mánuðum skiptir hefur ekki mátt koma að horfa á það eða hlusta, hefur beinlínis verið bannað að gera það. Þetta er svo augljós munur, að fullyrðingar um annað hljóma einfaldlega sem blekkingar, eða í besta falli útúrsnúningar. Trumpískt! En ég spurði hér að ofan: Hvaðan kemur dirfskan? ----- Mýtan um Íslendinga sem bókmenntaþjóð ristir djúpt og er lífsseig. Hún er hluti af sjálfsmyndinni og hún fyllir okkur stolti gagnvart öðrum þjóðum. Sjálfsagt á hún rætur í þeim tímum þegar hér var ekki neitt til neins, engin hús utan torfkofanna, engin salarkynni, engin leiksvið, engin hljóðfæri, verkfæri og efniðviður af skornum skammti, og yfirleitt ekki bara neitt nema helst blek og bókfell, jú og auðvitað kálfskinnin hans Snorra, og kannski smá litarefni til að skreyta upphafsstafi í mikilvægustu bókunum. Já, menn gátu skrifað, skrifað sögur og frásagnir, annála og dómabækur. Ekkert gerðist sem skipti máli öld eftir öld, og því þeim mun meiri ástæða til að lifa í hugarfluginu og ímyndununum. Þegar við svo loks vöknuðum til lífsins þá þurftum við að hafa eitthvað, eitthvað til að stæra okkur af, eitthvað til að afsaka aðgerðarleysið allar aldirnar, og já, þá voru það auðvitað sögurnar og frásagnirnar, við vorum best í því, betri en allir hinir, og skítt með að höfðum eitthvað sungið og jafnvel skorið í tré, það skipti ekki máli, við vorum og erum nefnilega bókmenntaþjóð. Við sjáum svo mýtuna færast í æðra veldi á nítjándu öldinni og á öndverðri þeirri tuttugustu þegar enginn gat orðið svo áhrifavaldur í íslensku samfélagi nema hann væri um leið skáld eða a.m.k. bærilegur greinahöfundur, - og í fortíðar blámanum sjáum við fyrir okkur forfeðurna með bókina og pennann á lofti berja niður hið erlenda vald og lyfta þjóðinni til frelsis og sjálfstæðrar tilveru. Auðvitað voru þetta allt karlar, konurnar yfirleitt ósýnilegar, og þá er þær sáust voru þær yfirleitt með hannyrðir eða bróderingar á milli handanna, eða þær heyrðust fikra sig hæversklega áfram eftir lyklaborðum harmoníumsins og síðar á píanóið í heldri húsum. Valdið birtist í hinni skrifuðu list og hin skrifaða list var valdið. Þetta auðvitað breytist svo smám saman þegar landið opnast til umheimsins, fólk af báðum kynjum og ólíkum stéttum leitar sér menntunar í bestu menntastofnunum erlendis, og ný kunnátta og verkþekking berst til landsins ásamt með nýrri tækni og vísindum. Listsköpunin þróast til allra átta, við eignumst okkar tónlistarlíf, myndlistin, hönnunin og arkítektúrinn þróast í heljarstökkum í takt við tíðaranda og tæknikröfur, leikhúsið verður eftirlætis samkomustaður þjóðarinnar, við tökum fyrstu skrefin í kvikmyndagerðinni, svo segja má, að upp úr miðri síðustu öld séum við loks komin í takt við straumana og stefnurnar sem ríkja samtímis hjá nágrannaþjóðum okkar á meginlandinu og vestanhafs, og alvöru listasena með tilheyrandi fjölbreytni og breidd er loksins orðin til. Í öllu þessu umróti og í öllum þessum breytingum eru það þó áfram bókmenntirnar sem eru stólpinn sem allt annað er hengt á, það sem gerir okkur öðruvísi, gerir okkur sérstök, það sem gefur okkur fullvissuna um að við eigum erindi sem þjóð meðal þjóða, þjóð með tilverurétt í stríðandi heimi. Hápunkturinn: sjálfur Nóbellinn í höndum skáldsins kenndum við Laxnes. Þrátt fyrir mikinn og samfelldan uppgang, kraft og fjölbreytni, hafa hinar listirnar aldrei náð þeirri sterku stöðu og viðurkenningu sem bókmenntirnar hafa notið. Á meðan bókmenntirnar eru í kjarnanum, í sjálfsmyndinni og skilningi okkar á hver við erum og hvað við stöndum fyrir, þá eru hinar listirnar eins og í einhverri hliðarveröld. Jú, vissulega mikilvægar og við njótum þeirra og við erum stolt af afrekum okkar fólks vítt um veröld, en þær eru eins og hver önnur viðbót, þerapía, næstum lúxus, eitthvað sem við getum verið án þótt við viljum það kannski ekki. Þær gleðja, þær veita unun, þær bera hróður okkar um heiminn og þær kynna landið okkar fyrir fólki í fjarlægum löndum, en á einhvern skrýtinn hátt eru þær samt ekki „við,“ ekki „við í kjarnanum,“ ekki ljóðið sem lýsir angist okkar í tilvistinni og ekki sagan af sambýli okkar við hrjóstrugt land. Í þessu kemur tónlistin að engum notum, er í besta falli undirspil við texta skáldanna, þetta er ekki arkitektúrinn með hlutföllum sínum og formum, og ekki er þetta dansinn, sem ekkert á tungumálið. Nei, Snorri Hjartarson orðaði þetta rétt, og þannig hefur það greipst í þjóðarvitundina: „ Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.“ ---- Já, rithöfundarnir eru framverðir tungunnar, riddararnir sem bera hana til vegs í verkum sínum, og tryggja öðrum fremur að hún lifi meðal þjóðarinnar og berist áfram til kynslóðanna. Þeir eru helstu handhafar þriðju stoðarinnar, þrenningin er ekki heil án þeirra. Þessa stöðu hafa þeir nýtt sér vel í gegnum áratugina til að tryggja hagsmuni sína og bæta möguleika sína til mannsæmandi lífs. Þeir fengu snemma sinn Rithöfundasjóð á meðan listamönnum úr hinum greinunum var gert að súpa úr sömu skál. Bitlingum var úthlutað tvist og bast eftir pólitískum línum, og ágreiningsefnið var ekki hvort viðkomandi væri góður listamaður eða ekki heldur frekar hvort mætti skilgreina hann sem rithöfund frekar til vinstri en til hægri, og svo öfugt. Það er í þessu drullumalli öllu saman sem listamönnum, þ.m.t. rithöfundum, tekst að knýja fram uppstokkun á styrkjakerfinu, og starfslaunakerfinu er komið á laggirnar, sem að stofni til við búum við enn í dag. Rithöfundasjóðurinn var felldur inn í kerfið strax í byrjun, en þó með því skilyrði að stærð hans héldi sér og ekki yrði af honum klipið til eflingar fyrir hina sjóðina. Flytjendur fengu sína sjóði þótt litlir væru, og nýjar greinar komust með tærnar inn fyrir þröskuldinn. Ég held að flestum okkar sem komum að stofnun starfslaunakerfisins á sínum tíma hafi verið ljóst að kerfið sem slíkt gæti ekki virkað óbreytt eilíflega, og það þyrfti endurskoðunar við eftir því sem forsendur í listasamfélaginu breyttust. Sérstaklega sá maður hvernig listgreinarnar voru að eflast og dofna sitt á hvað, og eftirsóknin til náms í listum myndi breytast eftir tíðaranda og nýjum viðmiðum. Það kæmi sá tími að þyrfti að skoða aftur flokkunina eftir listgreinum, og hlutföllin á milli. Þetta var reyndar fyrir Listaháskólann. En við hugsuðum svo að þetta yrði bara að vera seinni tíma vandamál, vandamál sem myndi sjálfkrafa leysast þegar öllum yrðu ljósar nýjar forsendur og menn gætu náð góðum sáttum um nauðsynlegar breytingar. Að frumkvæði menntamálaráðherra, einum tólf árum síðar, var gerð heiðarleg tilraun til að endurskoða kerfið og flokkun starfslaunanna, en sú tilraun var blásin snarlega af eftir mótmæli einmitt rithöfunda við ákvæðum sem ætlað var að koma í veg fyrir sjálfkrafa endurnýjun starfslauna til einstakra listamanna. Einhverjar síðari endurbætur voru gerðar á kerfinu sem ég þekki ekki, en þær voru víst frekar minniháttar. Starfslaunakerfið byggir þannig á úreltum forsendum og sem engan veginn endurspegla veruleikann sem við búum við í dag. Svo við tökum bara einstaklinginn, t.d. myndlistarmanninn eða tónskáldið, hverjir möguleikar hans eru til starfslauna miðað við rithöfundinn af sambærilegum status og með samanburðarhæfa reynslu. Þar er ekki hægt saman að líkja, rithöfundurinn er á allt öðru farrými. Þetta er óréttlæti og misskipting sem ekki verður endalaust við unað. Og við horfum á stærri myndina, listasenuna í heild, þá stendur skáldaða orðið við hlið tónlistarinnar og myndlistarinnar, hvorki framar eða aftar, bara við hliðina, og flytjendurnir virða engin mörk eða línur, eru yfir og allt um kring, hvorki mikilvægari en hinir né heldur minna mikilvægir. Þeir flytja sína kúnst fyrir fólk, hvort sem þeir semja hana sjálfir eða hún er eftir aðra, og það eru þeir sem skaðast þegar áhorfendunum er bannað að mæta og borga sig ekki lengur inn. ---- Eftir greininguna hér að ofan vaknar eðlilega spurningin um hvers vegna listamenn úr öðrum greinum hafa sætt sig við að þeim sé svona mismunað gagnvart kollegum sínum úr rithöfundastétt, - þeir hafa muldrað en ekki æpt, þusað frekar en skrifað. Erum við ekki öll í þessu saman, og erum við ekki eitt lið í baráttunni fyrir eflingu listanna í samfélaginu? Spurningin kallar á flóknari greiningu en ég hef hér yfir að ráða. Sjálfsagt er það að einhverju leyti það sem ég hef verið að lýsa, mýtan um bókmenntaþjóðina, og hlutverk skáldanna sem gæslumenn tungunnar, en það er líka innra með okkur óskrifandi listamönnunum, einhver hræðsla eða vanmáttarkennd, ótti við að takast á við þetta afl, afl stjórnmála og skáldskapar í einum samruna, og kalla yfir sig reiði rithöfundanna sem stýra frásögninni, og kunna alltaf betur að koma orðunum fyrir sig heldur en við hin sem vinnum list okkar í önnur efni. Hver vill kalla yfir sig reiðiköst frá best skrifandi rithöfundum þjóðarinnar, og hver vill láta hafa sig að háði og spotti á opinberum vettvangi fyrir það eitt að geta ekki svarað í sömu mynt með flóknu orðfæri og leiftrandi stíl? Það auðvitað vill enginn og því er betra að þegja. Viðbrögðin nú við óforskömmuðum yfirlýsingum forsvarsmanna rithöfunda um úthlutun úr sárabótarsjóðum vegna framkomubannsins sýna þetta að einhverju leyti: „...ég ætla mér svo sannarlega ekki að munnhöggvast við neinn...,“ „... ég er verulega skúffaður ...,“ „... mér finnst pínu sárt ...,“ og o.sv. frv., en sem betur fer heyrum við líka afdráttarlausari viðbrögð, og manni heyrist jafnvel á þessu sama fólki að nú sé mælirinn fullur og kominn tími á að taka slaginn í stærra samhengi. Það þurfi að taka kerfið í gegn, eyða mismunun og tengja skiptingu úthlutana við raunveruleika listalífsins. Það er vonandi að orðin verði að verkum. Mín reynsla af félagsstarfi listamanna er reyndar sú að við náum ekki aflinu fram nema í góðri samstöðu og sameiginlegum skilningi. Það er ekki alltaf að hagsmunir allra listgreinanna fari saman, en það ætti að vera grundvallaratriði að menn hlusti hver á annan og fari fram gagnvart félögum sínum af sanngirni og heiðarleika. Þetta felur í sér að stundum þarf að gefa eftir, jafnvel gefa frá sér forskot og ásköpuð forréttindi gagnvart þeim sem maður vinnur með. Það er ekki bara að maður komi til móts við skynsamlega rökstudd sjónarmið heldur getur eftirgjöfin þegar til lengri tíma er litið orðið til góðs fyrir málstaðinn sem maður sjálfur vinnur fyrir. Þá getur það verið mikils virði að eiga í hinum aðilanum bandamann þegar gefur á bátinn hjá manns eigin samtökum. Þetta er auðvitað allt bara pólitík, og hún getur verið sanngjörn og skynsamleg og hún getur verið það þveröfuga, einstrengingsleg og skaðleg. Pólitík stjórnar Rithöfundasambandsins gagnvart sviðslistafólki og tónlistarmönnum vegna úthlutunar fjár úr neyðarsjóðum vegna kóvít-faraldursins er þetta síðara, einstrengingsleg og skaðleg. Stjórnin metur það rangt að það þjóni best hagsmunum rithöfunda að hrifsa til sín óverðskuldaðan hluta af heildarkökunni, og hún metur það rangt að almenningur og pólitíkin í landinu sjái ekki í gegnum götóttan rökstuðning þeirra til réttlætingar úthlutuninni. Listamenn úr öðrum greinum og samtökum þeirra er nú nóg boðið, misréttið gagnvart úthlutun starfslauna verður ekki lengur þolað, og rithöfundar verða nú í veikari stöðu en áður til að réttlæta forréttindi sín í skjóli hefðarinnar og sjálfsmyndar okkar sem þjóð bókmennta og þjóð hinna skrifuðu lista. --- Það gerist þegar menn verða valdinu vanir að þeir taka umhverfi sitt sem óbreytanlegri stærð og ganga út frá því sem vísu að viðtekin sjónarmið og viðmiðanir haldi gildi hvernig sem viðrar að öðru leyti. Þegar ég horfi á málið í samhengi, yfirlýsingar rithöfundanna nú í endurvarpi mýtunnar um einstaka stöðu og einstakan arf, þá rennur upp fyrir mér að málsvarar rithöfunda lesa stöðu stéttarinnar út frá umhverfinu sem var og er ekki lengur, umhverfinu þar sem hlutverk þeirra var upphafið og söguleg forréttindi viðurkennd á grundvelli einstaks hlutverks þeirra í samfélaginu. Skynsamlegt mat á stöðunni í listsamfélaginu í dag virðist víðsfjarri og samkennd með systrum og bræðrum í hinum listgreinunum er utan ratsjár. Því miður, þeir lesa í gamlar rúnir í trausti þess að við hin munum þegja og vera sátt. Höfundur er tónskáld.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar