12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu Alþingis. vísir/vilhelm Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira