12,5 milljarða varnaruppbygging þegar í pípunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 17:16 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í pontu Alþingis. vísir/vilhelm Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Í umræðunni um mögulega varnaruppbyggingu í Helguvík telur utanríkisráðherra mikilvægt að halda því til haga að NATO sé nú þegar í framkvæmdum á Íslandi. Þar að auki sé frekari varnaruppbygging væntanleg, samtals sé um að ræða verkefni fyrir 12,5 milljarða sem ýmist séu hafin eða handan við hornið. Nokkuð lengi hefur verið talað um að ráðast þurfi í viðhald og uppfærslu á hluta þeirrar aðstöðu í Keflavík sem Ísland veitir vegna þátttöku í Atlandshafsbandalaginu og á grundvelli varnarsamnings við Bandaríkin. Lítið hafi í raun gerst í þessum málum frá árinu 2002 að mati Guðlaugar Þórs Þórðarson utanríkisráðherra. Hann lagði til í ráðherranefnd um ríkisfjármál nýverið að ráðist yrði í þau verkefni sem fyrir liggja sem liður í auknum framkvæmdum hins opinbera á Suðurnesjum vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Má þar meðal annars nefna uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið í Helguvíkurhöfn. Umfang framkvæmdanna er sagt geta hlaupið á tólf til átján milljörðum króna sem að langmestu leyti myndi koma frá Bandaríkjunum. Guðlaugur segir í samtali við Reykjavík síðdegis að þessi hugmynd hans hafi ekki hlotið brautargengi í ráðherranefndinni, eins og fjölmargar tillögur annarra ráðuneyta um innviðafjárfestingu á tímum kórónuveirunnar. Hann var ekki reiðubúinn að segja hvort uppbygging í Helguvík hefði alveg verið slegin út af borðinu, bara að málið myndi fá þinglega meðferð ef ákveðið yrði að róa á þessi mið - sem gæti þess vegna orðið í haust. Guðlaugur leggur hins vegar áherslu á það að uppbygging NATO á Íslandi sé nú þegar hafin og frekari framkvæmdir handan við hornið. Þannig sé varnaruppbygging hafin á Miðnesheiði; breytingar á flugskýli, bygging þvottastöðvar, endurbætur á flugvélastæðum, lagning akstursbrauta o.sfrv. Framkvæmdakostnaðurinn við þessi verkefni er áætlaður 4,2 milljarðar krónar sem greiddur verður af NATO og bandarískum stjórnvöldum. Þar að auki verður opnað í júní fyrir tilboð í þrjú verkefni sem eru í útboðsferli. Þar er um að ræða tvöföldun núverandi flughlaðs á öryggissvæðinu, lagning nýs flughlaðs auk byggingar gruns og sökkla fyrir gámagistiaðstöðu. Áætlað er að þær framkvæmdir muni kosta 8,3 milljarða, verði greiddar af NATO og Bandaríkjnum og aðeins bandarískir og íslenskir verktakar geta boðið í. Betra að gera þetta núna en í uppsveiflunni Samanlagður kostnaður þessara verkefna sem Guðlaugur nefnir er því um 12,5 milljarðar króna. Hann telur að flest sé sammála um að betra sé að ráðast í þessi verkefni núna þegar hagkerfið er í niðursveiflu en fyrir tveimur árum þegar það var þensla. „Sem betur fer á þessum tíma erum við með verkefni í gangi og fleiri á leiðinni,“ segir Guðlaugur. Viðhaldsþörfin fari ekkert „Það hefur ekkert gerst í þessum málum hvað varðar viðhald og framkvæmdir fyrr en í minni ráðherratíð,“ segir Guðlaugur sem minnir á skuldbindingar Íslands. „Við erum í Atlantshafsbandalaginug og í tvíhliða varnarsambandi við Bandaríkin, það hefur reynst okkur mjög vel.“ segir Guðlaugur. Hann telur þó rétt það sem forsætisáðherra hélt fram á Alþingi í gær; það eigi ekki að blanda saman efnahagsmálunum og öryggis- og varnarmálunum. Viðtalið við Guðlaug Þór má heyra í heild hér að neðan.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Varnarmál Reykjanesbær Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira