Telja Bretland ekki geta náð kolefnishlutleysi fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 16:01 Samtök eins og Útrýmingarbyltingin hafa krafist þess að kolefnishlutleysi Bretlands verði náð mun fyrr en árið 2050. Skýrsluhöfundar telja það óraunhæft. Vísir/EPA Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan. Loftslagsmál Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Bretland getur ekki náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 nema að almenningur dragi verulega úr flugferðum og neyslu á rauðu kjöti samkvæmt niðurstöðum rannsóknarhóps á vegum stjórnvalda. Fjárfesta verði í kolefnisbindingu, vetni og kjarnorku til að ná markmiðinu. Ýmis náttúruverndarsamtök eins og Útrýmingarbyltingin [e. Extinction Rebellion] hafa krafist þess að bresk stjórnvöld flýti áformum sínum um kolefnishlutleysi þannig að markmiðið náist á næstu fimm til tuttugu árunum. Skýrsla Energy Systems Catapult, rannsóknarhóps sem fær opinber fjárframlög, bendir til þess að það sé óraunhæft markmið. „Að ná kolefnishlutleysi umtalsvert fyrr en 2050 gengur lengra en jafnvel fræðilegustu aðgerðir í líkönum okkar með hraða í breytingu á orku, upphitun og vegasamgöngum sem eru á mörkum þess raunhæfa,“ segja skýrsluhöfundar. Loftslagsráð á vegum ríkisstjórnarinnar styðst við líkön hópsins. Höfundarnir útiloka þó ekki að hægt sé að ná kolefnishlutleysi fyir árið 2050. Til þess þurfi stjórnvöld þó að bregðast mun hraðar við en þau hafa gert til þessa. Verði það gert fljótt sé hægt að takmarka kostnaðinn við umskiptin sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við 1-2% af landsframleiðslu. Almenningur ekki tilbúinn í lífsstílsbreytingar Hópurinn leggur til að stjórnvöld fjárfesti í nýrri tækni til að fanga kolefni úr lofti og binda það, og í vetni sem orkugjafa. Önnur tillaga er að bæta við nýjum kjarnaofnum til að hita upp hús í borgum landsins. Til viðbótar áætlar hópurinn að draga þurfi úr framleiðslu á kjöti og mjólkurvörum um helming og fólk þurfi að neyta helmingi minna af þessum vörum. Loftslagsráð ríkisstjórnarinnar hefur gert ráð fyrir 20% samdrætti til þessa. Ólíklegt er þó talið að almenningur sé tilbúinn til að breyta lífsstíl sínum svo um muni. „Hvaða leið sem Bretland tekur eru nýsköpun, fjárfesting og hvatar fyrir lágkolefnistækni, landnotkun og lífsstíl nauðsynlegir til þess að ná kolefnishlutleysi,“ segir Scott Milne, höfundur skýrslunnar, við breska ríkisútvarpið BBC. Líklegt er talið að aðrir sérfræðingar afskrifi niðurstöður skýrsluhöfunda um hvernig kolefnishlutleysi verði náð sem óraunhæfar. Forsendur skýrslunnar gera ráð fyrir að markmiðinu verði náð að hluta til með nýrri tækni sem er enn á frumstigi og alls óvíst er hvort að nái fótfestu nógu hratt til að gera slíkan árangur fýsilegan.
Loftslagsmál Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira