Sá sem fór með „eitruðu“ pizzuna til Jordan sver af sér alla sök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:30 Michael Jordan lét ekki veikindin stoppa sig heldur bauð upp á hetjulega 38 stiga frammistöðu í gríðarlega mikilvægum sigri Chicago Bulls í lokaúrslitunum 1997. Getty/ Jonathan Daniel Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun. NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun.
NBA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira