Hamfarahlýnun spyr hvorki kóng né prest Bjarni Halldór Janusson skrifar 20. maí 2020 10:30 Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Loftslagsmál Bjarni Halldór Janusson Hamfarahlýnun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Tíminn stendur ekki í stað þó við séum önnum kafin. Loftslagsvandinn hverfur ekki þó við séum annars upptekin við það að þróa bóluefni og leita viðeigandi lausna gegn veirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Það er skiljanlegt að heimsbyggðin leiti nú allra leiða til að koma í veg fyrir enn meiri útbreiðslu veirunnar, en umhverfis- og loftslagsmálin mega þó ekki sitja á hakanum. Við ættum kannski að heyja stríð við hamfarahlýnun rétt eins og við eigum í stríði við smitsjúkdóma – eða mögulega er vandamálið það hvað við erum upptekin af því að lýsa yfir stríði gegn hinum og þessum vandamálum, en oftast án raunverulegs metnaðar eða nokkurs árangurs. Þá væru svo sem aðrar myndlíkingar sem ættu líklega betur við, því stríð eru sjaldnast réttlætanleg og valda gjarnan meiri deilum og alvarlegri vandamálum en ella. En vissulega er um hamfarir að ræða. Loftslagsbreytingarnar sem standa nú yfir eru þegar farnar að hrjá lífríki jarðar og ógna skilyrðum til lífs með alvarlegum hætti, sem þær munu að óbreyttu gera um ókomna tíð. Síðustu ár hafa verið þau heitustu frá upphafi mælinga og samhliða hækkandi hitastigi jarðar verða skógareldar og þurrkar tíðari og alvarlegri en nokkurn tímann fyrr í sögu mannsins, auk þess sem fellibyljum og flóðum fjölgar með tilfinnanlegum hætti fyrir dýraríkið og samfélög manna víðsvegar um heiminn. Raunar hefur fellibyljum, hitabylgjum og þurrkum fjölgað um allt að helming á síðastliðnum árum. Veðurhamfarir ár hvert draga þúsundir manna til dauða og valda neyðarástandi fyrir milljónir manna um allan heim. Fæðuöryggi manna er ógnað allverulega og geta okkar til að brauðfæða íbúa jarðar líður fyrir vikið. Áætlað er að fjórða hvert mannsbarn líði vatnsskort eftir tuttugu ár og talið er að fæðan sem annars skemmist af völdum árlegra þurrka geti útvegað daglega fæðu fyrir allt að 80 milljón manns. Þá er fjöldi dýrategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal þriðja hver skordýrategund jarðar, og allt að helmingur allra landdýra í Afríku er í verulegri hættu verði ekki gripið til ráðstafana. Hamfarahlýnun af mannavöldum er helsti orsakavaldurinn, en hvers kyns mengun og skógareyðing manna ógnar dýraríki og náttúru jarðar enn frekar. Yfirborð sjávar hækkar þar sem hafís og jöklar bráðna á methraða og losun á koltvísýringi hefur hækkað sýrustig hafsins svo að fjölda lífvera þar er ógnað. Fátækt og eymd eykst fyrir vikið, hungursneyðir verða enn alvarlegri, og auknar líkur verða á útbreiðslu smitsjúkdóma eftir því sem skógareyðing eykst og lífríki jarðar er ógnað. Mannfólk neyðist til að yfirgefa heimabyggðir sínar og mannkynið þarf að bera fjölda fólks til grafar. Hamfarahlýnun veldur eyðileggingu og ofbeldi víðsvegar um heiminn. Áhrifanna gætir nú þegar og munu þau versna á næstu árum og áratugum þegar meðalhitastig jarðar hækkar enn frekar. Þó að staðan sé nú þegar grafalvarleg, þá verður hún enn alvarlegri fyrir framtíðarkynslóðir. Verði ekki gripið til viðeigandi aðgerða munu grundvallarbreytingar eiga sér stað á jörðinni, loftslagi hennar og vistkerfum – og alls ekki til hins góða. Þær hamfarir hlífa engum. Ekkert og enginn kemst undan; ekki nokkurt land, ekki nokkur mannvera, ekki nokkur lífvera. Sumir aðlagast þó betur en aðrir, sem er raunar lítið fagnaðarefni, því það eru helst dýrategundir í útrýmingarhættu, jaðarhópar og íbúar fátækra ríkja sem verða fyrir mestum skaða á næstu árum og áratugum. Næstu ár verða ekki eingöngu prófraun á skynsemi og sjálfsbjargarviðleitni manna, því næstu ár munu einnig reyna á siðferðislegar skyldur og segja til um siðferðilegt ágæti okkar (sjá fyrri pistil). Það hvernig samfélagið kemur fram við hina verst stöddu segir býsna mikið um ágæti þess. Alheimssamfélagið er skuldbundið til að bregðast við loftslagsvandanum og vestrænum velmegunarríkjum ber skylda til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að hlífa framtíðarkynslóðum sem og jörðinni allri frá hamförum af þessu tagi. Okkur ber skylda til að takast á við stærstu ógn okkar tíma og þar geta allir gert betur. Í ljósi þess hve mikið er í húfi er réttmæt krafa að mannsamfélagið geri betur, því hér er ekki um staðbundið stríð eða tímabundið vandamál að ræða. Því lengur sem við látum loftslags- og umhverfismál sitja á hakanum, því alvarlegri verða afleiðingarnar síðar meir. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun