Horace Grant segir Jordan ljúga: „Níutíu prósent í þessari svokölluðu heimildarmynd eru kjaftæði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2020 11:30 Horace Grant og Michael Jordan unnu þrjá NBA-meistaratitla saman hjá Chicago Bulls. Í dag er grunnt á því góða milli þeirra. vísir/getty Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum. NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Horace Grant gefur lítið fyrir sannleiksgildi The Last Dance og segir að níutíu prósent af öllu í þáttunum sé kjaftæði. Grant segir af og frá að hann hafi verið heimildarmaður Sams Smith fyrir bókina The Jordan Ruleseins og Jordan heldur fram í The Last Dance. „Lygi, lygi, lygi. Ef MJ á eitthvað vantalað við mig útkljáum þetta eins og menn,“ sagði Grant í útvarpsþættinum Kap and Co. á ESPN 1000. „Hann heldur því fram að ég hafi verið heimildin á bak við bókina. Við Sam erum og höfum alltaf verið mjög góðir vinir. En búningsklefinn er heilagur og ég myndi aldrei leka einhverju persónulegu þaðan. Hann hefur horn í síðu minni. Það sannaðist í þessari svokölluðu heimildarmynd.“ Eftir að hafa leikið með Chicago Bulls sjö fyrstu árin sín í NBA fór Grant til Orlando Magic. Hér reynir hann að stöðva Jordan.vísir/getty Grant lék með Jordan hjá Chicago Bulls á árunum 1987-93. Þeir urðu þrisvar sinnum NBA-meistarar saman en eru ekki miklir vinir í dag. „Þættirnir eru skemmtilegir en við sem vorum samherjar hans vitum að níutíu prósent af því sem kemur þar fram er kjaftæði hvað sannleikann varðar,“ sagði Grant. Í The Last Dance viðurkennir Jordan að hafa verið grimmur við liðsfélaga sína en segist hafa beitt þeim aðferðum til að hjálpa þeim og liðinu. Grant segist alltaf hafa svarað fyrir sig þegar Jordan ibbaði gogg við hann. „Hann hélt að hann gæti drottnað yfir mér en hafði svo innilega rangt fyrir sér. Ég svaraði honum alltaf fullum hálsi. En það var átakanlegt að horfa á hvernig hann kom fram við Will Purdue, Steve Kerr og unga strákinn Scott Burrell,“ sagði Grant. Grant varð fjórum sinnum NBA-meistari, þrisvar sinnum með Chicago Bulls og einu sinni með Los Angeles Lakers.vísir/Getty Hann er ósáttur við þá mynd sem er dregin upp af Scottie Pippen í The Last Dance. Pippen ku einnig vera vonsvikinn vegna þess og hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan þáttaröðin fór í loftið. „Ég hef aldrei séð svona frábæran leikmann fá svona meðferð. Það er fjallað um mígrenisleikinn, þegar hann neitaði að koma inn á gegn New York Knicks og Jordan kallaði hann eigingjarnan. Í leik sex í úrslitunum gegn Utah Jazz 1998 var Pippen inni á vellinum þrátt fyrir að geta varla gengið. Hann reyndi að gera allt til að hjálpa liðinu,“ sagði Grant. Hann segir að The Last Dance sé ekki áreiðanleg heimild og sagan sé einungis sögð frá sjónarhorni Jordans. „Þegar svokölluð heimildarmynd er bara um einn mann og hann hefur úrslitavald um hvað verður í henni. Þetta er hans útgáfa á því sem gerðist á þessum tíma. Þetta er ekki heimildarmynd því fullt af hlutum voru klipptir út. Þess vegna kalla ég þetta svokallaða heimildarmynd.“ Grant fór til Orlando Magic sumarið 1994 og á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu sló það Chicago úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Jordan og félagar náðu fram hefndum tímabilið 1995-96 og hentu Orlando úr leik á leið sinni að fjórða meistaratitlinum.
NBA Tengdar fréttir Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00 Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00 Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Michael Jordan tók matinn af Horace Grant í flugvélinni Það var eins gott að spila vel ef þú varst liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls svona ef þú vildi fá að borða eftir leik. 8. maí 2020 15:00
Jordan segist vita hver svikarinn innan raða Chicago var Í sjötta þætti The Last Dance sagði Michael Jordan að liðsfélagi sinn hjá Chicago Bulls hefði svikið sig og rætt við blaðamanninn Sam Smith þegar hann skrifaði bókina The Jordan Rules. 5. maí 2020 14:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum