Hökkum krísuna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 20. maí 2020 12:00 Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar