Hökkum krísuna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 20. maí 2020 12:00 Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Nýsköpun Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég þreytist aldrei á að minna okkur öll á mikilvægi þess að knýja á um nýsköpun og nýjar lausnir til að geta brugðist hratt við óvæntum áskorunum í samfélaginu. Við þurfum stöðugt að stokka spilin og spyrja nýrra spurninga. Virkja hugvitið og þekkingu til nýrra lausna. Síðustu mánuðir hafa einnig kennt okkur margt, hversu miklu við getum náð fram með samhentu átaki. Við vorum nýsköpunarþjóð og við verðum það áfram með því að nýta krafta okkar öll sem eitt. Við búum í sterku og góðu samfélagi og eigum alltaf að hafa nýsköpun að leiðarljósi. Nýsköpun er alltaf í forgangi í stjórnarráðinu og það sést vel í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn COVID-19 heimsfaraldri. Í aðgerðaáætlun sem kynnt var í lok mars, var kveðið á um 150 milljón króna framlag í átaksverkefni í þágu nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Þetta átak er unnið í samvinnu nýsköpunarráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra og er í umsjón verkefnastofu um Stafrænt Ísland. Í þessu átaksverkefni verður leitað til almennings, frumkvöðla og sprotafyrirtækja eftir nýsköpun og nýjar lausnum í heilbrigðisþjónustu. Verkefnið verður í þrem þáttum og fyrsti þáttur hefst nú í vikunni með hakkaþon viðburði, undir yfirskriftinni „Hack the crisis – Iceland“ sem haldinn verður dagana 22-25 maí. Markmið þessa viðburðar er að ná til þeirra sem hafa hugmyndir að bættri þjónustu og nýrri tækni í heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu, menntamálum, atvinnulífi og svo má áfram telja. Við höfum mikla trú á að þessari aðferð til að ná til fólks og virkja þá skapandi hugsun, það hugvit og þann mikla frumkvöðlakraft sem við vitum að er til staðar í samfélaginu og erum mjög spennt að sjá hvaða hugmyndir koma upp úr kössunum. Við munum fylgja þessum viðburði eftir með Heilbrigðismóti, þar sem áfram verður leitað að nýskapandi lausnum í þágu heilbrigðisþjónustu og í þriðja fasa þessa verkefnis munu frumkvöðlar og sprotafyrirtæki í samvinnu við heilbrigðisstofnanir geta sótt um fjármögnun um nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu. Með öflugu samstarfi heilbrigðisstéttarinnar og frumkvöðla náum við að koma fram með nýjar sterkar lausnir. Þetta mun ekki aðeins hjálpa okkur í baráttunni við þennan vágest sem nú herjar á okkur heldur skila sér einnig í betri, skilvirkari og nýskapandi heilbrigðisþjónustu á landsvísu. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar