Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:34 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjadltöku á fiskiauðlindinni. Vísir/Berghildur Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson.
Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira