Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2020 22:39 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Nicholas Kamm Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. Þá segir hann að brottrekstur eftirlitsmannsins Steve Linick, hafi ekki verið hefndaraðgerð. Pompeo neitaði þó að segja af hverju hann hefði beðið Donald Trump, forseta, um að reka hann. Pompeo ræddi við blaðamenn í dag og sagði að Trump hefði rétt á því að reka alla innri endurskoðendur ríkisstjórnarinnar samkvæmt lögum. Hann lagði til við forsetann að Linick yrði rekinn. „Ef satt skal segja þá hefði ég átt að vera búinn að gera það fyrir löngu,“ sagði Pompeo. Eins og áður segir vildi hann ekki taka fram af hverju rétt hafi verið að reka Linick en ítrekaði að það hefði verið réttmætur brottrekstur. Hann hafi ekki verið að hefna sín á Linick en fregnir hafa borist af því að eftirlitsmaðurinn hafi verið að rannsaka hvort að Pompeo hefði misfarið með fjármuni skattgreiðenda með því að láta pólitískt skipaðan embættismann sinna persónulegum viðvikum fyrir sig eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og bóka borð á veitingastöðum fyrir hann og konuna hans. Pompeo sagði þessar ásakanir vera galnar. Sömuleiðis er Linick sagður hafa verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Fregnir hafa þar að auki borist af því að Linick hafi verið að skoða regluleg matarboð sem Pompeo hefur haldið í utanríkisráðuneytinu sjálfu. Sjá einnig: Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda Pompeo gagnrýndi tvo þingmenn Demókrataflokksins sem hafa brottrekstur Linick til skoðunar og vopnasölu Banaríkjanna til Sádi-Arabíu harðlega. Hann sakaði öldungadeildarþingmanninn Bob Menendez um að leka upplýsingum til fjölmiðla og sagðist ekki ætla að taka við ábendingum um siðferði frá manni sem hafi verið ákærður fyrir spillingu. Pompeo las málsnúmer málsins gegn Menendez upp, að virðist frá minni, en ákærurnar voru felldar niður dómsmálaráðuneytinu í byrjun árs 2018. Menendez og Eliot L. Engel, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar, hafa krafið ríkisstjórn Trump um öll gögn sem varða brottrekstur Linck. Þegar Pompeo var spurður hvort hann ætlaði að verða við því fór hann að tala um Menendez. .@SecPompeo: "I recommended to the president that Steve Linick be terminated. Frankly, should have done it some time ago...I don't talk about personnel matters. I don't leak to you all...there are claims that this was for retaliation...it's patently false...it's all crazy stuff." pic.twitter.com/jpphNyF2c7— CSPAN (@cspan) May 20, 2020 Trump var spurður að því á mánudaginn af hverju hann hefði rekið Linick. Hann svaraði á þá leið að hann vissi í raun lítið um málið. Pompeo hefði beðið sig um að reka Linick og Trump hefði spurt hver hefði skipað hann í embætti. Svarið var Barack Obama, forveri Trump. Þá samþykkti Trump að reka hann. Innri endurskoðendur má finna í öllum ráðuneytum og flestum stofnunum ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Embættin voru stofnuð í kjölfar þess að Richard Nixon sagði af sér og þeim ætlað að vera sjálfstæðir eftirlitsmenn. Linick er fjórði innri endurskoðandinn sem Trump rekur á skömmum tíma. Bob Menendez hefur svarað Pompeo og segir tilraunir ráðherrans til að afvegaleiða málið vera jafn fyrirsjáanlegar og þær séu skammarlegar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent