Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 13:00 Tvíburarnir eru ansi líkir eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira