Vopn skila arði í stríði með landvinningum Einar G Harðarson skrifar 21. maí 2020 15:00 Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun