„Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 15:30 Stuðningsmaður Liverpool fagna á síðasta útsláttarleik Livrerpool á Anfield en Liverpool vann þá 4-0 sigur á Barcelona. Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Liverpool hefur getað treyst á magnaða stemningu á Anfield í mörgum Evrópuleikjum á síðustu árum og svo verður einnig í kvöld. Liverpool er 1-0 undir á móti spænska liðinu Atletico Madrid eftir fyrri leikinn á Spáni en það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum kemst áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Margir Evrópuleikir í vikunni þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Stuðningsmenn Liverpool hafa því eflaust nagað neglurnar síðustu daga af ótta við að Anfield hafi ekki lengur grænt ljóst fyrir áhorfendur. „Maður hafði heyrt orðróm um að leikurinn á Anfield myndi fara fram án áhorfenda,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid á blaðamannafundi fyrir leikinn. Playing at #Anfield with no fans would be unfair on #Liverpool - #Simeone https://t.co/iDPlEqUJus #LIVATL pic.twitter.com/a9KmEte9Kh— sports watch (@sportswatch17) March 11, 2020 Það lítur nú út fyrir það að áhorfendur fá að mæta á seinni leik Liverpool og Atletico Madrid á Anfield í kvöld og Liverpool mun því njóta góðs af þeim frábæra stuðningi sem liðið fær alltaf á Anfield og ekki síst í Evrópuleikjum. „Það væri ósanngjarnt fyrir Liverpool að spila á móti áhorfendum á okkar velli en síðan þyrftum við ekki að spila fyrir framan þeirra áhorfendur,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundinum. Stuðningsmenn Atletico Madrid stóðu sig frábærlega í fyrri leiknum á Metropolitano leikvanginum í Madrid en meira en 67 þúsund manns mættu á þann leik. Leikur Liverpool og Atlético Madrid hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni hefst klukkan 19.15 á sömu stöð og eftir leikina verða þeir gerðir upp. Leikur PSG og Borussia Dortmund verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Diego Simeone: I ve never played here, and I ve not been here as a manager or a player. Obviously it s an amazing stadium and you can tell on the television the fans are amazing and get behind their side. They accompany their team at all times. pic.twitter.com/Z7tpHdOcBk— Anfield Watch (@AnfieldWatch) March 10, 2020
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira