Flugmaður þyrlu Ólafs líklega ekki nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2020 21:26 Frá slysstað í maí 2016. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016. Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016.
Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira