Flugmaður þyrlu Ólafs líklega ekki nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2020 21:26 Frá slysstað í maí 2016. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016. Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016.
Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira