Skiljum engan eftir Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. maí 2020 08:30 Eitt af stóru verkefnum okkar í borgarstjórn þessi misserin er að finna leiðir hvernig við sem samfélag getur farið sem best í gegnum þær hremmingar sem Kórónufaraldurinn hefur valdið. Ekki síst á það við um viðkvæma hópa í samfélaginu, sem stóðu höllum fæti fyrir og mega alls ekki við frekari byrðum. Undanfarið tala margir um að þeir hafi fundið fyrir samstöðu samfélagsins að við séum öll á sama báti að berjast gegn veirunni. Ég tek hinsvegar eftir því að stórum hluta fólks finnst hann bara alls ekki vera með á þeim bát og það er ólíðandi. Ekkert samkomulag um fátækt Til að mynda langar mig að hrósa ÖBÍ fyrir að minna okkur stöðugt á að það er fólk hér, fjöldi fólks sem við sem samfélag virðumst hafa sameinast um að halda í fátækt. Samfylkingin og meirihlutinn í borgarstjórn er ekki aðili að þeirri samþykkt, enda höfum við sýnt það á kjörtímabilinu, að við viljum standa með þeim, sem þurfa á stuðningi að halda. Við höfum stóraukið skóla- og velferðarþjónustu og forgangsraðað þeim sem búa við fátækt, þeim sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna. Heimili fyrir alla Við munum á þessu kjörtímabili fjölga félagslegum íbúðum um að minnsta kosti 500 og líklega verður þeim fjölgað enn meira. Við erum einnig að stórauka þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Samliggjandi íbúðir, stakar íbúðir, smáhýsi, neyðarskyli og fleira. Stóraukn þjónusta með eflingu VOR teymis og samráðs við fjölda aðila eins og Frú Ragnheiði, Rauða krossinn og fl. í samræmi við stefnu og aðgerðaáætlun sem samþykkt var á síðasta ári. Vinnum gegn fátækt Þá höfum við verið með fjölda úrræða til að styðja við fólk sem er á fjárhagsaðstoð til að komast í vinnu og virkni. Og vegna Kórónufaraldursins höfum við sett saman hóp sem er að fara yfir öll okkar úrræði og meta hverju megi breyta og hvar þurfi að bæta í. Á vegum Velferðarráðs er nú unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir sárafátækt í Reykjavík, en það er eitt af stóru málunum í samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Þar höfum við horft sérstaklega til aðstæðna barna. Allar þessar aðgerðir munum við einnig yfirfara og endurmeta í ljósi breyttra aðstæðna vegna Kórónufaraldursins og er sú vinna þegar hafin. Aðgerðir vegna Kórónuveirunnar Þó velferðarþjónusta borgarinnar hafi verið stóraukin á kjörtímabilinu, er borðleggjandi að við þurfum nú að gera enn betur, vegna fjárhagslegra og félagslegra áhrifa Kórónuveirunnar. Skráð atvinnuleysi mældist 5% í febrúar en fór upp í 18% í apríl. Ljóst er að afleiðingar munu koma fram hjá þeim fjölmörgu viðkvæmu hópum sem eru í þjónustu velferðarsviðs, s.s. börnum og fjölskyldum, eldri borgurum, fötluðu fólki, jaðarsettum hópum, útlendingum, flóttafólki og þeim tekjulægstu. Fjöldi nýrra aðgerða Við höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða, ekki ósvipað þeim aðgerðum sem gripið var til í bankahruninu 2008 en nú er þó meiri áhersla lögð á að aðstoða barnafjölskyldur, m.a. með 20.000 kr eingreiðslu með hverju barni foreldra á fjárhagsaðstoð. Þá höfum við beint því til fyrirtækja og stofnanna borgarinnar að sýna sveigjanleika í allri innheimtu, lækka, fresta, leiðrétt og fella niður ýmis gjöld, leigu oþh þar sem það á við. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum mun síðan í samráði við hagsmunaaðila fylgjast með lykilþáttum og áhrifum faraldursins á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. Hækkun lífeyris strax En ríkisvaldið þarf einnig að standa sína plikt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar verða að ná endum saman í þessu ástandi, án sérstaks stuðnings sveitarfélags og við hljótum að krefjast þess að eðlileg framfærsla þessara hópa sé tryggð. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál og einnig að nemar geti fengið atvinnuleysisbætur. Grunnatvinnuleysisbætur þurfa einnig að hækka í samræmi við launaþróun. Öll á sama báti! Við þurfum að skoða allar mögulegar leiðir til að standa með Reykvíkingum í gegnum afleiðingar Kórónuveirufaraldursins og við verðum að tryggja að enginn verði án matar eða heimilis í Reykjavík - aldrei. Borgin okkar á að vera borgin okkar allra. Við erum öll jafn mikilvæg, eigum öll að vera á sama báti og stefna í sömu átt. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnum okkar í borgarstjórn þessi misserin er að finna leiðir hvernig við sem samfélag getur farið sem best í gegnum þær hremmingar sem Kórónufaraldurinn hefur valdið. Ekki síst á það við um viðkvæma hópa í samfélaginu, sem stóðu höllum fæti fyrir og mega alls ekki við frekari byrðum. Undanfarið tala margir um að þeir hafi fundið fyrir samstöðu samfélagsins að við séum öll á sama báti að berjast gegn veirunni. Ég tek hinsvegar eftir því að stórum hluta fólks finnst hann bara alls ekki vera með á þeim bát og það er ólíðandi. Ekkert samkomulag um fátækt Til að mynda langar mig að hrósa ÖBÍ fyrir að minna okkur stöðugt á að það er fólk hér, fjöldi fólks sem við sem samfélag virðumst hafa sameinast um að halda í fátækt. Samfylkingin og meirihlutinn í borgarstjórn er ekki aðili að þeirri samþykkt, enda höfum við sýnt það á kjörtímabilinu, að við viljum standa með þeim, sem þurfa á stuðningi að halda. Við höfum stóraukið skóla- og velferðarþjónustu og forgangsraðað þeim sem búa við fátækt, þeim sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslu eða annarra félagslegra aðstæðna. Heimili fyrir alla Við munum á þessu kjörtímabili fjölga félagslegum íbúðum um að minnsta kosti 500 og líklega verður þeim fjölgað enn meira. Við erum einnig að stórauka þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Samliggjandi íbúðir, stakar íbúðir, smáhýsi, neyðarskyli og fleira. Stóraukn þjónusta með eflingu VOR teymis og samráðs við fjölda aðila eins og Frú Ragnheiði, Rauða krossinn og fl. í samræmi við stefnu og aðgerðaáætlun sem samþykkt var á síðasta ári. Vinnum gegn fátækt Þá höfum við verið með fjölda úrræða til að styðja við fólk sem er á fjárhagsaðstoð til að komast í vinnu og virkni. Og vegna Kórónufaraldursins höfum við sett saman hóp sem er að fara yfir öll okkar úrræði og meta hverju megi breyta og hvar þurfi að bæta í. Á vegum Velferðarráðs er nú unnið að viðamikilli aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir sárafátækt í Reykjavík, en það er eitt af stóru málunum í samstarfssáttmála núverandi meirihluta. Þar höfum við horft sérstaklega til aðstæðna barna. Allar þessar aðgerðir munum við einnig yfirfara og endurmeta í ljósi breyttra aðstæðna vegna Kórónufaraldursins og er sú vinna þegar hafin. Aðgerðir vegna Kórónuveirunnar Þó velferðarþjónusta borgarinnar hafi verið stóraukin á kjörtímabilinu, er borðleggjandi að við þurfum nú að gera enn betur, vegna fjárhagslegra og félagslegra áhrifa Kórónuveirunnar. Skráð atvinnuleysi mældist 5% í febrúar en fór upp í 18% í apríl. Ljóst er að afleiðingar munu koma fram hjá þeim fjölmörgu viðkvæmu hópum sem eru í þjónustu velferðarsviðs, s.s. börnum og fjölskyldum, eldri borgurum, fötluðu fólki, jaðarsettum hópum, útlendingum, flóttafólki og þeim tekjulægstu. Fjöldi nýrra aðgerða Við höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða, ekki ósvipað þeim aðgerðum sem gripið var til í bankahruninu 2008 en nú er þó meiri áhersla lögð á að aðstoða barnafjölskyldur, m.a. með 20.000 kr eingreiðslu með hverju barni foreldra á fjárhagsaðstoð. Þá höfum við beint því til fyrirtækja og stofnanna borgarinnar að sýna sveigjanleika í allri innheimtu, lækka, fresta, leiðrétt og fella niður ýmis gjöld, leigu oþh þar sem það á við. Borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum mun síðan í samráði við hagsmunaaðila fylgjast með lykilþáttum og áhrifum faraldursins á atvinnulíf og samfélag, lífskjör og húsnæðismarkað með sérstakri áherslu á börn og menntun þeirra, barnafjölskyldur, fatlað fólk, eldra fólk, atvinnulausa og viðkvæma og útsetta hópa. Hækkun lífeyris strax En ríkisvaldið þarf einnig að standa sína plikt. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar verða að ná endum saman í þessu ástandi, án sérstaks stuðnings sveitarfélags og við hljótum að krefjast þess að eðlileg framfærsla þessara hópa sé tryggð. Hækkun lífeyris almannatrygginga í samræmi við hækkun lægstu launa er sjálfsagt réttlætismál og einnig að nemar geti fengið atvinnuleysisbætur. Grunnatvinnuleysisbætur þurfa einnig að hækka í samræmi við launaþróun. Öll á sama báti! Við þurfum að skoða allar mögulegar leiðir til að standa með Reykvíkingum í gegnum afleiðingar Kórónuveirufaraldursins og við verðum að tryggja að enginn verði án matar eða heimilis í Reykjavík - aldrei. Borgin okkar á að vera borgin okkar allra. Við erum öll jafn mikilvæg, eigum öll að vera á sama báti og stefna í sömu átt. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar